Eins og sjá má ,,á döfunni´´ hér hægra megin á síðuni, mikið er alltaf jafngaman að benda fólki á að líta til hægri (þarna fór undirritaður aðeins út fyir efnið). Þá er fyrirhugað nú um komandi helgi að V.Í.N. skelli sér í hálendisferð. Svona fyrir utan þá sem ætla að standa í röð alla helgina. Stefnan er sett á stað þar sem hægt er að taka eina umferð í heimsbikarmeiztaramótinu í Sprellahlaupi.
Staðarvalið er ekki af verri endanum eða sjálfir Hveravellir eða Hverusvollus eins þeir nefnast víst á fræðimáli. Þar er ætlunin að dvelja eina nótt á söguslóðum Fjalla-Eyvinds og hanz kvindi Höllu.
Farið verður á laugardaginn og komið svo til byggða daginn eftir eða á hvíldardaginn 22.okt. Er skipulagning í öruggum höndum mastermechanicplanner aka Hrönnslan og bezt að beina öllum smurningum til hennar. Sem ætti væntanlega að vera hægt í þar til gerðu athugasemdakerfi hér að neðan. Þar væri líka fróðlegt að sjá hverjir hafa hug á því að fara.
Kv
Jeppadeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!