sunnudagur, október 29, 2006

90.dagar

90.dagar. Já, dömur mínar og herrar í dag eru nákvæmlega 90 dagar eða 3X30.dagar nú eða bara einfaldlega 3.mánuðir í það að úrvalslið skíðadeildar V.Í.N. muni skunda út á flugstöð Eiriks Haukssonar með stefnuna á Austurríska/Ungverskakeisaradæmið. Rétt eins og sjá má á teljara hér til hægri. Já, hægri.
Já er nú hræddur um það. Þann 27.janúar kl:15:20 verður tölt um borð í vél frá Iceland Express, þar sem heilzað verður upp á sjálfann Heimsborgarann, með stefnuna á Friedrichshafen. Þegar komið verður til Týskalands verður gerður þar stuttur stanz og er ætlunin að koma sér sem fyrst til Týrólasýzlu í Austurríska/Ungverskakeizaradæmisins.
Fyrsti stanz þar verður Stanton og rifjuð upp kynni af Giglmaier. Skíðað verður í Stanton og nágrenni í nokkra daga. Jafnvel verður kíkt á Krazy Kanguruh og Mooserwirt
. En þó bara ef við verðum í góðu skapi eins og einu sinni eða tvisvar sinnum eða svo.
Eftir daga í Stanton er svo óráðið hvað verður en við komum til með að enda í Kitzbuhel. Uppi eru komnar hugmyndir um einhverja dvöl í Innbrú áður en haldið verður til Kitzbuhel. Ferð mun svo ljúka 7.feb á komandi ári

Skíðadeildin þakkar fyrir sig að sinni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!