fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Góða ferð gjöra skal...

Fyrir þá er ekki vita verður gerður út leiðangur á vegum VÍN til Austurríkja á komandi dögum. Verða þar á ferðinni sá er þetta ritar (Vignir) og sá er mikið ritar (Stefán) auk þess sem tvímenningarnir fá þann er ekkert ritar (Eyfi) með sér í lið er til Austurríkja er komið. Hér verður dagskrá ferðarinnar gerð nánari skil.

Næstkomandi laugardag verður haldið til Kaupmannahafnar. Ætlunin er að hitta þar Runólf að máli í vissum erindagjörðum. Ekki verða þær erindagjarðir tíundaðar frekar hér. Síðdegis sunnudags verður svo haldið til Mánaborgar og ekið með sjáfrennileigureið sem leið liggur að Innbrú nokkurri í Austurríkjum. Þar verða fagnaðarhöldur ásamt Eyfa.

Árla mánadags munu þrímenningarnir halda að skíðabrautum Heilags Antons. Ætlunin er að dveljast þar um fjögurra nátta skeið eða allt fram að föstudagskveldi þegar stefnan verður sett að þeim stað er Ísgleið nefnist. Verða skíðabrautir Ísgleiðar þaulkannaðar og eru áætlaðir fjórir dagar til verksins. Á þriðjadegi verður því afturkvæmt í Innbrú.

Við Innbrú verður dvalist frá þriðjadegi að föstudegi og meðal annars vitjað Moskú einnar. Föstudagsmorgni verður hins vegar varið til ferðalaga frá Innbrú til Kaupmannahafnar. Þar verður meðal annars kveðju kastað á félaga vor Magnús og Auði og hlýtt á lifandi tóna hljómsveitarinnar Dýpsta Moð. Á sunnudegi er svo áætluð heimferð....því miður :(

Ferðalangar áskilja sér rétt til breytinga án fyrirvara.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!