fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Depeche Mode kvöld á Thorvaldsen



Efnt til upphitunar fyrir tónleikaferð Depeche Mode um Evrópu
á Thorvaldsen bar miðvikudagskvöldið 22. febrúar.
Í ár eru 25 ár liðin síðan að hljómsveitin Depeche Mode gaf út sína fyrstu breiðskífu. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út 11 stúdíóplötur en nýjasta afurð sveitarinnar kom út síðastliðið haust og ber nafnið “Playing the Angel”. Þessa stundina eru Depeche Mode á tónleikaferðalagi um Evrópu að kynna nýju plötuna og hefur tónleikaförin hlotið nafnið “Touring the Angel”. Meðal annars mun hljómsveitin halda tónleika á Parken í Kaupmannahöfn þann 25. febrúar nk og búist við að fjöldi íslendinga leggi leið sína á þessa tónleika.

Til þess að hita upp fyrir tónleikana verður haldið “Depeche Mode kvöld” í Bertelsstofu á Thorvaldsen bar miðvikudagskvöldið 22. febrúar frá kl. 21:00 til 01:00. Sýnt verður frá fyrrum tónleikum sveitarinnar á risaskjá og þarna gefst aðdáendum sveitarinnar tækifæri á að hittast og spjalla. Tilboð verða á barnum og frítt inn.

Frá því að Depeche Mode kom fyrst fram á sjónvarsviðið hefur hún náð þeim undaverðum árangri að vera talin ein virtasta “alternative” sveit í heiminum og sú sveit sem brúaði tölvupopp níunda áratugarins inn í nútímann. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á innan sveitarinnar er hún enn skipuð þremur af fjórum upphaflegum meðlimum og hefur starfað samfleytt í yfir 25 ár sem er árangur sem örfáar hljómsveitir geta státað sig af.

Skipuleggjendur kvöldsins eru útvarpsmennirnir Hallgrímur Kristinsson (Halli Kristins) og Bragi Guðmundsson en báðir hafa þeir fylgt sveitinni til fjölda ára, eða allt frá árinu 1983.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!