mánudagur, janúar 03, 2005

Nú komið er nýtt ár, rétt eins og glöggir lesendur sjálfsagt vita. Ég vill nota tækifærið og óska vinum, vandamönnum og öðrum velunnurum þessa félags gleðilegs nýs árs. Takk fyrir það gamla.
Líka langar mig að nota tækifærið og óska Magga Brabrasyni og Frú Andréssyni til hamingju með brauðkaupið laugardaginn s.l. og þakka kærlega fyrir mig. Frábær veisla. Nóg um það.

Það er vel við hæfi svona á nýju ári að líta aðeins fram á veginn. Það verður svo sem af nógu að taka á nýju ári og myndi það verða alltof langt mál að telja það um hér og nú. Helst að sjá það hér á síðunni, þið vitið hvoru megin. Því ætla ég aðeins að horfa nokkra daga fram í tíma eða fram að næstu helgi. Mér var að detta í hug að fagna þrettándanum með stuttri ferð. Ég var nú svo frumlegur að detta Áfangagil í hug. Fara á laugardag og eftir að hafa gist eina nótt koma svo aftur til byggða. Það er svo aldrei að vita nema nú loksins, þegar nýtt ár er gengið í garð, að veita verðlaun fyrir heimsóknnr:20000. Betra er seint en aldrei. Nú hvetur Jeppadeildin sem flesta að koma og taka á móti nýju ári og fagna þrettándanum á fjöllum. Það veittir ekkert að hjálpinni við að koma þessum jólasveinum til fjalla aftur.

Þökk sé þeim sem nenntu að lesa þetta.
Jeppadeildin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!