Heilir og sælir lesendur góðir!
Nú er búið að tryggja bólstað okkar á Akureyri helgina 24.-27. febrúar næstkomandi. Um er að ræða tvær íbúðir í Furulundinum og ekki er það til að skemma ánægjuna að þær skuli vera við hliðina á hvorri annarri. Ætti þar að skapast svefnpláss fyrir á þriðja tug manna ef þröngt er skipað. Því eins og máltækið segir, þá mega þröngt sáttir sitja og ekki viljum við sætta okkur við eitthvað ósætti. Nú er bara að taka helgina frá og dusta rykið af skíðagræjunum, þ.e. ef eitthvað ryk hefur fallið á þær frá því um liðna helgi og gera sig klárann fyrir gott teiti.
Til þess að við höfum einhverja hugmynd um hversu margir ætla að fara mætti alveg biðja mannskapinn um að brúka athugasemdakerfið hér að neðan og greina frá því hvort það ætli eður ei.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!