laugardagur, janúar 08, 2005

Líkt og fasta lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir þá hefur Tuddi-Tuð fyrir lifandis löngu gerst eymingjabloggari. Nú ætla ég að gerast svo djarfur og/eða bjartsýn og reyna að freta í hans fótspor þó það væri ekki nema í þetta eina skiptið. Enda þarf ansi marga skó frá mér til að fylla upp í hans. Hvað um það.

Eins flestir hafa eflaust gert sér grein fyrir þá varð eitthvað lítið úr utanbæjarför þessa helgina. En maður er ekki alveg búinn að gefast og spurning hvort það gangi upp um næstu helgi. Þó svo að ég stórlega efa það ef marka má þann öræfaótta sem ríkjir nú um stundir. Það er samt alltaf ástæða til bjartsýni. Eða þarf maður að bíða fram að síðustu helgina í janúar eftir fyrstu ferðinni. Slíkt verður allt að koma í ljós. Nóg um það og snúum okkur nú að næsta tuði.

Eins og flestir vita er V.Í.N. afskaplega vanafastur félagsskapur og ríkja þar margar hefðir, mis undarlegar. Eins þessara hefða er Agureyrisferð í mars, sem jafnan hefur verið farin helgina á undan ammæli Stebbalings, þar sem aðalfundur er haldin sem og reynt að renna sér í norðlenskum brekkum (eftir því hvað snjóalög leyfa) ásamt því að stunda ýmiskonar menningu. Með misjöfnum árangri. Líkt og allir ættu að vita hyggur V.Í.N. á landvinninga um páskana sem er skíðaferð til Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. En þess má einmitt til gamans geta að brottför í þá ferð verður á ammælisdegi lítils Stebbalings svo allir skulu gefa honum eins og einn bjór á barnum á Miðnesheiði. Hefur sá orðrómur komið upp að fólki þykir hin vanalega Agureyrishelgi vera full nærri brottfarardegi. Hafa komið upp hugmyndir með að fara í febrúarmánuði. Einhver stakk upp á sömu helgi og Geitin hyggur á landvinninga í norðri. Nú er mér spurn, sem var upphaflegi tilgangur með þessum tuðpistil. Er búið að ákveða einhverja dagsetningu? Ef svo er,hafa þá einhverjar ráðstafarnir verið gerðar til þess að verða úti um íbúð? Mér er spurn og það sem meira er mér er hreinlega ekki skemmt. OG HANA NÚ!

Hef ég hér með lokið mínum reiði- og tuðpistli.
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!