EKKI Á MORGUN HELDUR HINN !!!
Þá er það staðfest að Magnús frá Þverbrekku kemur i mörkina.
Mynd dagsins er því tileinkuð honum
Hefur fólk einhverja skoðun á Bása / Blautbolagils málinu ???
Tjáið ykkur.
miðvikudagur, júní 30, 2004
laugardagur, júní 26, 2004
Nýjustu fréttir af Fimmvörðuhálsgöngu okkar eru þær að vegna veðurs hefur verið hætt við að leggja á hálsinn. Þess í stað er beðið færis á að leggja í hann á morgun ef veðurguð og -spá leyfa. Þó eru tveir sem fóru austur í Þórsmörk í kvöld að kanna tjaldgrundir, þetta munu vera Greifinn af Foldum og Jarlaskáldið sem þar voru á ferð. Mun þeirra hlutverk vera að leggja niður búðir og bíða okkar.
Sú frétt var reyndar að berast af þeim undanförum að kviknað hefði í bíl þeirra sem mun vera Willys CJ 7 árgerð Gígja. Að sögn fréttaritara á staðnum brugðust þeir með miklu snarræði við og slökktu eldinn eldsnöggt og héldu ferð sinni áfram. Síðast er til þeirra spurðist voru þeir staddir við Stóru-Mörk þannig að allt virðist ganga að óskum núna eftir síðustu bálför. Spurning hvort þeir Willamenn komi ekki til með að leggja sitt af mörkum við varðeld morgundagsins.
Lifið heil!
Sú frétt var reyndar að berast af þeim undanförum að kviknað hefði í bíl þeirra sem mun vera Willys CJ 7 árgerð Gígja. Að sögn fréttaritara á staðnum brugðust þeir með miklu snarræði við og slökktu eldinn eldsnöggt og héldu ferð sinni áfram. Síðast er til þeirra spurðist voru þeir staddir við Stóru-Mörk þannig að allt virðist ganga að óskum núna eftir síðustu bálför. Spurning hvort þeir Willamenn komi ekki til með að leggja sitt af mörkum við varðeld morgundagsins.
Lifið heil!
mánudagur, júní 21, 2004
Bara að minna á að það þarf að fara að huga að greiðslum fyrir tjaldstæði í Básum fyrir næstu helgi. Hvort sem menn ætla að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn eða koma akandi þá er verð víst 600.ísl.kr nóttin á mann eða heilar 1200.kr fyrir helgina. Ekki er komið á hreint hvernig fyrirkomulagið verður en það skýrist nú vonandi á næstu dögum, enda ekki margir dagar upp á að hlaupa. Fylgist því vel og spennt með framgöngu mála
Kveðja
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
Kveðja
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
föstudagur, júní 18, 2004
Rétt eins og glöggir lesendur vita, og aðrir eiga að sjá á teljara v/m á síðunni, eru ekki nema 14.dagar eða hálfur mánuður í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþór-smerkurferð. Nú eiga allir sem sanna gleði kunna að meta að vera farnir að huga að árshátíð og öllu því sem við kemur. Það er því varla úr vegi að minna á þetta
Kveðja
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
Kveðja
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
þriðjudagur, júní 15, 2004
Það virðist vera sem mikill öræfaótti sé í fólki í sambandi við Jónsmessuhelgina. Undirbúningsnemd eftirilitsdeildar minnir enn á fyrirhugaðaferð helgina 25-27.júní n.k. Nóg er af tjaldstæðum lausum, hvort sem er fólk ætlar að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn eða láta er næga að mæta beint inn í Bása. 7.manns hafa skráð sig og laus pláss eru því 8 en möguleiki að bæta við ef svo ólíklega skyldi vera að fleiri bættist við.
Ekki að það eigi að vera þörf á áminningu. Í dag, þegar þetta er ritað, eru bara 17.dagar í að V.Í.N. haldi sína stórglæsilegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þar sem margt verður gert sér og öðrum til gleði. Knattleikir, blautbolakeppnir og einhverjar verða kláraðar. Minni fólk á að fara safna áfengi og öðrum nauðþurftum sem ætlaðar eru fyrir svona hátíðir. Þeir sem ekki hafa fasta áskrift að fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. eru vinsamlega beðnir að hafa tjá sig ef áhugi fyrir mætingu er fyrir hendi.
Kv
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
Ekki að það eigi að vera þörf á áminningu. Í dag, þegar þetta er ritað, eru bara 17.dagar í að V.Í.N. haldi sína stórglæsilegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þar sem margt verður gert sér og öðrum til gleði. Knattleikir, blautbolakeppnir og einhverjar verða kláraðar. Minni fólk á að fara safna áfengi og öðrum nauðþurftum sem ætlaðar eru fyrir svona hátíðir. Þeir sem ekki hafa fasta áskrift að fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. eru vinsamlega beðnir að hafa tjá sig ef áhugi fyrir mætingu er fyrir hendi.
Kv
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild
miðvikudagur, júní 09, 2004
Rétt eins og alþjóð ætti að vera kunnugt fór V.Í.N. í smá reisu um síðustu helgi, í nýju peysunum. Stefnan var sett á Kerlingafjöll þar sem ætlunin var að þramma á Snækoll og renna sér svo niður. Eitthvað virtist sem öræfaóttinn væri kominn á undanhald því óvenju margir höfðu boðað komu sína.
Það var svo á föstudagskvöldið að Skáldið renndi í hlað á Lilla til að sækja Logafoldargreifann. Eftir að við höfðum fermað Lilla var haldið til Magga Brabra og gerður þar stuttur stanz. Þar var ákveðið að liðið skyldi hittast við Esso í Móso. Við förum svo að verzla okkur inn nýlenduvörur og sóttum svo það sem uppá vantaði. Við komum svo síðastir í Mósó voru þar samankomnir ferðafélagarnir og þeir voru auk Stebbalings og Jarlaskáldsins á Lilla, VJ, Gvndala-Gústala og Strandamaðurinn á Hispa, Tiltektar-Toggi ásamt frú Togga á Patta og Maggi Brabra og frú Andrésarsyni á Barbí. Vill jeppadeildin nota tækifærið og óska þeim hjúum til hamingju með nýja Barbí og nýjasta meðlim í jeppadeildina. Sumir notuðu þarna tækifærið og gæddu sér á nong í klebbi meðan aðrir fengu sér auðvaldssamloku í nesti. Leið okkar lá yfir heiði eina á Þingvelli yfir Gjábakkaveg niður á Laugavatn og svo eftir vegi uns komið var á Geysi. Þar var allt lokað og læst sem kom sér illa fyrir þá sem ætluðu að fá sér kjötafganga í brauði. Til að sefa hungrið aðeins var samloka með BBQ sósu notuð í staðin og kom hún á óvart. Þarna fengu líka sumir fararskjótanna að drekka rétt áður enn haldið var á hálendið. Eftir að Kjölur tók við fóru sumir út að grynnka á lofti í dekkjunum á meðan aðrir létu það duga að snúa lokunum. Næsta stopp var svo við beinakerlinguna þar sem nokkrum steinum var bætt á stígvelin. Eftir þetta var för okkar haldið áfram þanngað til að við komum í Kerlingafjöll. Þegar við komum þanngað og eftir að hafa skoðað aðstæður í nýpu 5 og heyrt verðlagningu var ákveðið að vera bara á tjaldstæðinu. Það gustaði aðeins um okkur á meðan við tjölduðum. Eftir að allir höfðu komið upp sínum tjöldum var bara eftir að koma höllinni upp og eftir smá vangaveltur var sjálf höllin risin upp. Það inni komu menn sér vel fyrir með öl í hönd og málin rædd, þar sem komu upp ýmsar hugmyndir sem ekki verða tíundar þér og nú. Menn skriðu svo í svefnpokana upp úr 03:00 aðfararnótt laugardags.
Fólk skreið missnemma úr rekkju á laugardagsmorgun þó allir á hæfilega kristnilegum tíma. Eftir að hafa lokið af morgunverkunum þ.e. messu, mullersæfingum og mat var farið að gera sig klára fyrir uppgöngu á Snækoll. Þarna má segja að hafi verið gluggaveður dauðans því sól skein í heiði en hávaðarok var við tjaldstæðið og varð höllin fórnarlamb þessa gluggaveðurs því þegar ein vindkviðan kom þá rifnaði barasta höllin og má örugglega segja að þarna hafi verið hennar síðasta útilega. Eftir að höllin var úrskurðuð látin var loks hægt að koma sér af stað. Við ókum sem leið lá upp uns við komum að skafli einum sem virtist ófær fyrir slyddujeppana og sneru þeir við og lögðu við neðra svæðið, þar sem skíðað var í gamla daga. Tiltektar-Toggi þrjóskaðist við og reyndi við skaflinn og komst yfir hann og upp á bílastæðið hið efra, Vel af sér vikið hjá stráksa og það á Patrol. Við hinir hófum gönguna neðar, sumir örkuðu þetta á tveimur jafnljótum meðan aðrir þrömmuðu þetta á skíðum. Reyndar var ekki hægt að komast alla leið á skíðunum og þurftum við að taka þau af okkur smá kafla. Við hittum svo hjónaleysin á Pattanum við efra stæðið og var þá Frú Brabrasonur komin þangað upp. Eftir smá spjall, japl, jamm og jæja var för haldið áfram. Fyrst niður í móti en svo fljótlega var komin brekka sem var öll upp uns við komum á toppinn. Nokkrar pásur voru gerðar og þær nýttar í vatnsdrykkju, myndatökur og allt þess á milli. Það var svolítið furðulegt eftir því sem ofar dró varð eiginlega lygnara og um leið varð færið harðara og gerði það göngumönnunum erfiðara fyrir a.m.k þeim fremsta. Þetta harðfenni olli mönnum nokkrum áhyggjum um hvernig yrði að skíða á þessu og brugðu sumir á það ráð að skilja skíðin eftir aðeins fyrir neðan toppinn. Allir komust svo á toppinn svona þokkalega heilir á höldnu. Þarna uppi var flagað, drukkinn toppabjór og auðvaldsdrykkur og teknar alveg fullt af myndum enda útsýnið nokkuð gott, verður að segjast. Þegar menn höfðu lokið sér af í myndatökum og öðru slíku var ekkert til fyrirstöðu að koma sér í skíðaskóna, fyrir suma, smella undir sig skíðunum og renna sér af stað. Jolli renndi sér alla leið af toppi Snækolls, aðrir rétt þar fyrir neðan og sumir aðeins fyrir neðan það. Færið var hart til að byrja með þó ekkert slæmt og var fínt að skíða í því. Það mykist svo aðeins þegar neðar dró. Við komum svo að bringunum og ákvöðu ég, Nóri og Eyfi að fara það niður meðan hinir fóru þessa hefðbunduleið. Bringan er aðeins brött þó ekkert agalega nema nokkuð þröng. Reyndar var þarna eina besta færið a.m.k fyrir þá sem þarna fóru. Það var víst líka fínt færi hjá hinum. Hóparnir hittust svo þar sem maður kom niður af bílastæðinu og kom sér í skóna og skíðin, fyrir þá sem til þekkja. Það var svo ekkert til fyrirstöðu að halda áfram niður að bílunum. Okkur tókst reyndar ekki að renna alla leið að bílunum heldur þurftum við að axla skíðin yfir einhvern malarhrygg og þegar af honum var komið var hægt að renna alla leið niður að bílunum. Það voru svo 7 sveittir og sælir karlmenn sem renndu að bílunum eftir góða salibunnu niður. Fjandi var þetta gaman. Menn hófust við að snæða og annað slíkt sem tilheyrir. VJ skutlaði svo Tiltektar-Togga að Pattanum þegar hann birtist var hægt að koma sér niður. Við mættum svo hreingerningardeildinni á leiðinni niður og voru þær að athuga með okkur en snéru við um leið og þær sáu okkur. Þurftu samt að hleypa Súkkunum fram úr sér. Þegar við komum svo niður hófust miklar pælingar hvað gera skyldi í framhaldinu. Það var nauðsynlegt að komast í að laug sig. Sú hugmynd hafði kveiknað að kíkja á Hveravelli og stunda þar böðun en áður en þanngað skyldi haldið ákváðu sumir að kíkja á pottinn sem er þarna í Kelló þrátt fyrir viðvararnir þeirra sem þarna voru á ferðinni á haustmánuðum og könnuðu þá málið. Fannst lítið til þess koma. Það fóru svo allir í könnunarleiðangur og þrátt fyrir að ekki voru allir alltaf vissir hvaða leið skyldi farið þá komust allir á leiðarenda. Það var eins og sumir höfðu spáð að ekkert varð af böðun á þessum stað enda vatnið frekar kalt og ekki físilegt um að lítast. Því var ákveðið að snúa við og halda til baka. Á leiðinni til baka feykti Maggi vettlingi frá Gvandala-Gústala undan sér og ofan í á. Þrátt fyrir að hafa gert heiðarlega tilraun til björgunar m.a reynd að stöðva með framdekki á Lilla þá gekk það ekki fyrr enn Gvandala-Gústala stökk á eftir vettlingnum og náði honum á hetjulegan hátt. Nóg um það. Þegar komið var til baka var ákveðið að pakka saman enda hafði ekkert lægt og skella sér á Hveravelli, þó með viðkomu í skálanum við Svartárbotna til að kanna þar aðstæður. Það var því aftjaldað og komið sér í burtu. Þó gætti smá misskilings meðal sumra og brunuðu þeir í burtu með slæma samvisku. Á leiðinni var hlustað á kvöldfréttir þar sem tap Íslands var okkur tjáð. Við skoðum svo aðstæður í Svartárbotnum og leist svona sæmilega á. Þó var ákveðið að taka lokaákvörðun um svefnstað á Hveravöllum. Þegar þangað var komið var ekki margt um manninn þó voru einhverjir Þjóðverjar með börn í gamla skálanum og þakframkvæmdir á þeim nýrri. Þarna gekk mjög erfiðlega að komast að niðurstöðu með gistingu og var ófáum sinum skipt um skoðun. Þrautalendingin var samt sú að skella sér í pottinn í klst og gista svo í Svartárbotnum. Það var svo húrrað sér í pottinn og höfðu sumir öl við hönd þá aðrir með meira en sumir. Svo upp úr 21:00 voru Hveravellir yfirgefnir og haldið til baka að Svartárbotnum. Þegar þangað var komið á tíundatímanum var hafist handa við að koma saman V.Í.N.-grillinu í nýju V.Í.N. peysunum, annað grillið sem við púslum saman á jafnmörgum helgum, ekki slæmt það. Karlmennirnir sáu svo um að grilla með góðum árangri og er mál manna að þetta hafi allt saman smakkast nokkuð vel, þó svo að tómatarnir í salatinu hafi ekki verið að gera góða hluti. Menn og konur voru svo að til að verða 03:00 um nóttina þó allt innan rólegra marka.
Síðustu menn skriðu á fætur um hádegi á sunnudeginum og eftir brunch var hafist handa við að koma dótinu niður og taka til í skálanum og fór þar hreingerningardeildin á kostum með Tiltektar-Togga fremstan í fararrúmi. Svo eftir að sumir höfðu gædd sér á Doddapulsum var lagt í´ann þó sumir höfðu farið aðeins fyrr en hinir enda á diesel og veitti ekki af forskotinu. Það var því kvittað í gestabókina fyrir þau enda annað dónaskapur þar sem þau höfðu tekið ruslapokan. Næsta stopp var svo við Hvítárnes þar sem ætlunin var að kanna draugagang. Engan fundum við drauginn svo það var bara kvittað fyrir komuna. Að góðum sið var svo stanzað við Beinakerlinguna og bætt í hrúuna. Við hittum svo Pattann við afleggjarann að Hagavatni. Það var ákveðið að sleppa Hagavatninu að þessu sinni og fagnaði Skáldið og Lilli þeirri ákvörðun, til sællra minningar. Beygt var útaf Kjalvegi við Haukadalsheiði og komið niður við Geysi. Að þessu sinni var búllan opin svo menn gátu fengið sér nong í klebbi. Eftir að fólk hafði fengið nægju sína var haldið í Úthlíð þar sem komið var við í sundlaug staðarins. Olli sú sundlaug nokkrum vonbrigðum vegna skorts á rennibrautum og líka vegna þess að sturturnar voru í heitari kantinum en potturinn í kaldari kantinum af potti að vera. Þó var hægt að tróða sér í garðpott sem þarna var. Sjálf sundlaugin var fín og verður að gefa þessari sundferð 2,sundkúta af 5 mögulegum. Ferðinni var svo slúttað á Laugarvatni þar sem ferðafélgarnir fengu sér á ís með bestu lyst.
Þakka þeim sem fóru.
Það var svo á föstudagskvöldið að Skáldið renndi í hlað á Lilla til að sækja Logafoldargreifann. Eftir að við höfðum fermað Lilla var haldið til Magga Brabra og gerður þar stuttur stanz. Þar var ákveðið að liðið skyldi hittast við Esso í Móso. Við förum svo að verzla okkur inn nýlenduvörur og sóttum svo það sem uppá vantaði. Við komum svo síðastir í Mósó voru þar samankomnir ferðafélagarnir og þeir voru auk Stebbalings og Jarlaskáldsins á Lilla, VJ, Gvndala-Gústala og Strandamaðurinn á Hispa, Tiltektar-Toggi ásamt frú Togga á Patta og Maggi Brabra og frú Andrésarsyni á Barbí. Vill jeppadeildin nota tækifærið og óska þeim hjúum til hamingju með nýja Barbí og nýjasta meðlim í jeppadeildina. Sumir notuðu þarna tækifærið og gæddu sér á nong í klebbi meðan aðrir fengu sér auðvaldssamloku í nesti. Leið okkar lá yfir heiði eina á Þingvelli yfir Gjábakkaveg niður á Laugavatn og svo eftir vegi uns komið var á Geysi. Þar var allt lokað og læst sem kom sér illa fyrir þá sem ætluðu að fá sér kjötafganga í brauði. Til að sefa hungrið aðeins var samloka með BBQ sósu notuð í staðin og kom hún á óvart. Þarna fengu líka sumir fararskjótanna að drekka rétt áður enn haldið var á hálendið. Eftir að Kjölur tók við fóru sumir út að grynnka á lofti í dekkjunum á meðan aðrir létu það duga að snúa lokunum. Næsta stopp var svo við beinakerlinguna þar sem nokkrum steinum var bætt á stígvelin. Eftir þetta var för okkar haldið áfram þanngað til að við komum í Kerlingafjöll. Þegar við komum þanngað og eftir að hafa skoðað aðstæður í nýpu 5 og heyrt verðlagningu var ákveðið að vera bara á tjaldstæðinu. Það gustaði aðeins um okkur á meðan við tjölduðum. Eftir að allir höfðu komið upp sínum tjöldum var bara eftir að koma höllinni upp og eftir smá vangaveltur var sjálf höllin risin upp. Það inni komu menn sér vel fyrir með öl í hönd og málin rædd, þar sem komu upp ýmsar hugmyndir sem ekki verða tíundar þér og nú. Menn skriðu svo í svefnpokana upp úr 03:00 aðfararnótt laugardags.
Fólk skreið missnemma úr rekkju á laugardagsmorgun þó allir á hæfilega kristnilegum tíma. Eftir að hafa lokið af morgunverkunum þ.e. messu, mullersæfingum og mat var farið að gera sig klára fyrir uppgöngu á Snækoll. Þarna má segja að hafi verið gluggaveður dauðans því sól skein í heiði en hávaðarok var við tjaldstæðið og varð höllin fórnarlamb þessa gluggaveðurs því þegar ein vindkviðan kom þá rifnaði barasta höllin og má örugglega segja að þarna hafi verið hennar síðasta útilega. Eftir að höllin var úrskurðuð látin var loks hægt að koma sér af stað. Við ókum sem leið lá upp uns við komum að skafli einum sem virtist ófær fyrir slyddujeppana og sneru þeir við og lögðu við neðra svæðið, þar sem skíðað var í gamla daga. Tiltektar-Toggi þrjóskaðist við og reyndi við skaflinn og komst yfir hann og upp á bílastæðið hið efra, Vel af sér vikið hjá stráksa og það á Patrol. Við hinir hófum gönguna neðar, sumir örkuðu þetta á tveimur jafnljótum meðan aðrir þrömmuðu þetta á skíðum. Reyndar var ekki hægt að komast alla leið á skíðunum og þurftum við að taka þau af okkur smá kafla. Við hittum svo hjónaleysin á Pattanum við efra stæðið og var þá Frú Brabrasonur komin þangað upp. Eftir smá spjall, japl, jamm og jæja var för haldið áfram. Fyrst niður í móti en svo fljótlega var komin brekka sem var öll upp uns við komum á toppinn. Nokkrar pásur voru gerðar og þær nýttar í vatnsdrykkju, myndatökur og allt þess á milli. Það var svolítið furðulegt eftir því sem ofar dró varð eiginlega lygnara og um leið varð færið harðara og gerði það göngumönnunum erfiðara fyrir a.m.k þeim fremsta. Þetta harðfenni olli mönnum nokkrum áhyggjum um hvernig yrði að skíða á þessu og brugðu sumir á það ráð að skilja skíðin eftir aðeins fyrir neðan toppinn. Allir komust svo á toppinn svona þokkalega heilir á höldnu. Þarna uppi var flagað, drukkinn toppabjór og auðvaldsdrykkur og teknar alveg fullt af myndum enda útsýnið nokkuð gott, verður að segjast. Þegar menn höfðu lokið sér af í myndatökum og öðru slíku var ekkert til fyrirstöðu að koma sér í skíðaskóna, fyrir suma, smella undir sig skíðunum og renna sér af stað. Jolli renndi sér alla leið af toppi Snækolls, aðrir rétt þar fyrir neðan og sumir aðeins fyrir neðan það. Færið var hart til að byrja með þó ekkert slæmt og var fínt að skíða í því. Það mykist svo aðeins þegar neðar dró. Við komum svo að bringunum og ákvöðu ég, Nóri og Eyfi að fara það niður meðan hinir fóru þessa hefðbunduleið. Bringan er aðeins brött þó ekkert agalega nema nokkuð þröng. Reyndar var þarna eina besta færið a.m.k fyrir þá sem þarna fóru. Það var víst líka fínt færi hjá hinum. Hóparnir hittust svo þar sem maður kom niður af bílastæðinu og kom sér í skóna og skíðin, fyrir þá sem til þekkja. Það var svo ekkert til fyrirstöðu að halda áfram niður að bílunum. Okkur tókst reyndar ekki að renna alla leið að bílunum heldur þurftum við að axla skíðin yfir einhvern malarhrygg og þegar af honum var komið var hægt að renna alla leið niður að bílunum. Það voru svo 7 sveittir og sælir karlmenn sem renndu að bílunum eftir góða salibunnu niður. Fjandi var þetta gaman. Menn hófust við að snæða og annað slíkt sem tilheyrir. VJ skutlaði svo Tiltektar-Togga að Pattanum þegar hann birtist var hægt að koma sér niður. Við mættum svo hreingerningardeildinni á leiðinni niður og voru þær að athuga með okkur en snéru við um leið og þær sáu okkur. Þurftu samt að hleypa Súkkunum fram úr sér. Þegar við komum svo niður hófust miklar pælingar hvað gera skyldi í framhaldinu. Það var nauðsynlegt að komast í að laug sig. Sú hugmynd hafði kveiknað að kíkja á Hveravelli og stunda þar böðun en áður en þanngað skyldi haldið ákváðu sumir að kíkja á pottinn sem er þarna í Kelló þrátt fyrir viðvararnir þeirra sem þarna voru á ferðinni á haustmánuðum og könnuðu þá málið. Fannst lítið til þess koma. Það fóru svo allir í könnunarleiðangur og þrátt fyrir að ekki voru allir alltaf vissir hvaða leið skyldi farið þá komust allir á leiðarenda. Það var eins og sumir höfðu spáð að ekkert varð af böðun á þessum stað enda vatnið frekar kalt og ekki físilegt um að lítast. Því var ákveðið að snúa við og halda til baka. Á leiðinni til baka feykti Maggi vettlingi frá Gvandala-Gústala undan sér og ofan í á. Þrátt fyrir að hafa gert heiðarlega tilraun til björgunar m.a reynd að stöðva með framdekki á Lilla þá gekk það ekki fyrr enn Gvandala-Gústala stökk á eftir vettlingnum og náði honum á hetjulegan hátt. Nóg um það. Þegar komið var til baka var ákveðið að pakka saman enda hafði ekkert lægt og skella sér á Hveravelli, þó með viðkomu í skálanum við Svartárbotna til að kanna þar aðstæður. Það var því aftjaldað og komið sér í burtu. Þó gætti smá misskilings meðal sumra og brunuðu þeir í burtu með slæma samvisku. Á leiðinni var hlustað á kvöldfréttir þar sem tap Íslands var okkur tjáð. Við skoðum svo aðstæður í Svartárbotnum og leist svona sæmilega á. Þó var ákveðið að taka lokaákvörðun um svefnstað á Hveravöllum. Þegar þangað var komið var ekki margt um manninn þó voru einhverjir Þjóðverjar með börn í gamla skálanum og þakframkvæmdir á þeim nýrri. Þarna gekk mjög erfiðlega að komast að niðurstöðu með gistingu og var ófáum sinum skipt um skoðun. Þrautalendingin var samt sú að skella sér í pottinn í klst og gista svo í Svartárbotnum. Það var svo húrrað sér í pottinn og höfðu sumir öl við hönd þá aðrir með meira en sumir. Svo upp úr 21:00 voru Hveravellir yfirgefnir og haldið til baka að Svartárbotnum. Þegar þangað var komið á tíundatímanum var hafist handa við að koma saman V.Í.N.-grillinu í nýju V.Í.N. peysunum, annað grillið sem við púslum saman á jafnmörgum helgum, ekki slæmt það. Karlmennirnir sáu svo um að grilla með góðum árangri og er mál manna að þetta hafi allt saman smakkast nokkuð vel, þó svo að tómatarnir í salatinu hafi ekki verið að gera góða hluti. Menn og konur voru svo að til að verða 03:00 um nóttina þó allt innan rólegra marka.
Síðustu menn skriðu á fætur um hádegi á sunnudeginum og eftir brunch var hafist handa við að koma dótinu niður og taka til í skálanum og fór þar hreingerningardeildin á kostum með Tiltektar-Togga fremstan í fararrúmi. Svo eftir að sumir höfðu gædd sér á Doddapulsum var lagt í´ann þó sumir höfðu farið aðeins fyrr en hinir enda á diesel og veitti ekki af forskotinu. Það var því kvittað í gestabókina fyrir þau enda annað dónaskapur þar sem þau höfðu tekið ruslapokan. Næsta stopp var svo við Hvítárnes þar sem ætlunin var að kanna draugagang. Engan fundum við drauginn svo það var bara kvittað fyrir komuna. Að góðum sið var svo stanzað við Beinakerlinguna og bætt í hrúuna. Við hittum svo Pattann við afleggjarann að Hagavatni. Það var ákveðið að sleppa Hagavatninu að þessu sinni og fagnaði Skáldið og Lilli þeirri ákvörðun, til sællra minningar. Beygt var útaf Kjalvegi við Haukadalsheiði og komið niður við Geysi. Að þessu sinni var búllan opin svo menn gátu fengið sér nong í klebbi. Eftir að fólk hafði fengið nægju sína var haldið í Úthlíð þar sem komið var við í sundlaug staðarins. Olli sú sundlaug nokkrum vonbrigðum vegna skorts á rennibrautum og líka vegna þess að sturturnar voru í heitari kantinum en potturinn í kaldari kantinum af potti að vera. Þó var hægt að tróða sér í garðpott sem þarna var. Sjálf sundlaugin var fín og verður að gefa þessari sundferð 2,sundkúta af 5 mögulegum. Ferðinni var svo slúttað á Laugarvatni þar sem ferðafélgarnir fengu sér á ís með bestu lyst.
Þakka þeim sem fóru.
þriðjudagur, júní 08, 2004
Bara minna á fyrirhugaða Fimmvörðuhálsgöngu og Þórsmerkurferð í Bása dagana 25-27.júní n.k. Bið þá sem áhuga hafa að hafa samband, hvort sem þeir ætla að ganga eða bara vera í Básum og koma akandi. Gott væri ef áhugasamir gætu látið vita af sér annað hvort í kommentum eða sent mér, Stebba Twist, sms (sjá neðar á síðunni t/v). Það verður svo forvitnilegt að sjá hverjir mæta og hverjir verða haldnir öræfaótta. Eigum pantað tjaldstæði fyrir 12-15. manns og það væri ágætt að fara að sjá ca fjöldan ef þarf að bæta eitthvað við.
Kv
Undirbúnings- og eftirlitsdeild.
Kv
Undirbúnings- og eftirlitsdeild.
fimmtudagur, júní 03, 2004
Loksins, loksins, loksins.
Þá eru flíspeysurnar komnar í hús. Þanning núna um helgina verður VÍN lang flottust í peysum frá 66 í Kerlingafjöllum.
Sjáumst í Kelló.
Þá eru flíspeysurnar komnar í hús. Þanning núna um helgina verður VÍN lang flottust í peysum frá 66 í Kerlingafjöllum.
Sjáumst í Kelló.
þriðjudagur, júní 01, 2004
Þá er ALVEG SNILLDAR HELGI að baki.... þvílik snilldarferð þvílíkt veður og bara allt var snilld. Ætli jarlaskáldið setji ekki einhverja góða ferðasögu á netið.
En miðað við veður spá á mbl.is þá held ég að við eigum að setja stefnuna á Kerlingafjöll um næstu helgi... Hvernig hljómar það ???
En miðað við veður spá á mbl.is þá held ég að við eigum að setja stefnuna á Kerlingafjöll um næstu helgi... Hvernig hljómar það ???
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)