Nýjustu fréttir af Fimmvörðuhálsgöngu okkar eru þær að vegna veðurs hefur verið hætt við að leggja á hálsinn. Þess í stað er beðið færis á að leggja í hann á morgun ef veðurguð og -spá leyfa. Þó eru tveir sem fóru austur í Þórsmörk í kvöld að kanna tjaldgrundir, þetta munu vera Greifinn af Foldum og Jarlaskáldið sem þar voru á ferð. Mun þeirra hlutverk vera að leggja niður búðir og bíða okkar.
Sú frétt var reyndar að berast af þeim undanförum að kviknað hefði í bíl þeirra sem mun vera Willys CJ 7 árgerð Gígja. Að sögn fréttaritara á staðnum brugðust þeir með miklu snarræði við og slökktu eldinn eldsnöggt og héldu ferð sinni áfram. Síðast er til þeirra spurðist voru þeir staddir við Stóru-Mörk þannig að allt virðist ganga að óskum núna eftir síðustu bálför. Spurning hvort þeir Willamenn komi ekki til með að leggja sitt af mörkum við varðeld morgundagsins.
Lifið heil!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!