Bara minna á fyrirhugaða Fimmvörðuhálsgöngu og Þórsmerkurferð í Bása dagana 25-27.júní n.k. Bið þá sem áhuga hafa að hafa samband, hvort sem þeir ætla að ganga eða bara vera í Básum og koma akandi. Gott væri ef áhugasamir gætu látið vita af sér annað hvort í kommentum eða sent mér, Stebba Twist, sms (sjá neðar á síðunni t/v). Það verður svo forvitnilegt að sjá hverjir mæta og hverjir verða haldnir öræfaótta. Eigum pantað tjaldstæði fyrir 12-15. manns og það væri ágætt að fara að sjá ca fjöldan ef þarf að bæta eitthvað við.
Kv
Undirbúnings- og eftirlitsdeild.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!