Flíspeysur, flíspeysur, flíspeysur.
Já þá er komið að því að VÍN komi sér í nýjar flíspeysur.
Hið snilldartímarit ÚTIVERA (ætla rétt að vona að þið séuð öll áskrifendur) ætlar að styrkja VÍN.
Sú peysa sem bíðst er frá 66n og heitir TINDUR TECHNICAL WINDPRO JAKKI og er fjórum sinnum vindheldari en Polartec 200 og með mjög góða öndun.
Best er að senda mér tölvupóst magnus@nobex.is með stærð á peysu. Við fáum þær á mjög góðu verði sem ég ætla ekki að skrifa hér, en ég get sagt verðið í gegnum síma eða tölvupóst.
Endilega drífa í þessu svo við verðum velklædd um páskana.
Kv
Maggi
fimmtudagur, mars 25, 2004
miðvikudagur, mars 24, 2004
Nú þegar eru 100.dagar, jafnvel þegar þetta er lesið hjá sumum eru kannski 99.dagar þó ekki 99 loftbelgir, að fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð (hægt að sjá á teljara hér til vinstri) verði farin er vel við hæfi að koma nokkrum fátæklegum orðum niður í litlum pistling. Nú um þessar mundir er ekki bara 100.ára afmæli heimastjórnar á Íslandi heldur verður líka fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð einnig 100.ára. Jú, það er rétt getið hjá glöggum lesendur að árið 1904 þá fóru nokkir V.Í.N.liðar í Þórsmörk nánar tiltekið í (Blaut)Bolagil til að fagna heimastjórninni og fyrsta íslenska ráðherranum og þessum tímamótum í samskiptum okkar við Dani. Það var loks að áratuga hemdarverk gegn hinum illu nýlenduherrum Dönum bæru árangur. Já, þær eru fallegar íslensku frelsishetjurnar og þá sér lagi úr röðum V.Í.N. enda oft nefndar í sögubókum sem sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Síðan þá hefur fyrstahelgin í júlí verið þjóð- og árshátíð okkar sem í V.Í.N. erum. Nóg um söguskýringar.
Þegar 100.dagar eru í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er rétt að minna allar gjafvaxta snótir, sem ætla að vera með okkur í (Blaut)Bolagili, á að þarna eru þreyttar keppnir á borð við blautbolakeppni, sem heitir einmitt eftir gilinu okkar, og síðan nýjustu keppninni sem er að sjálfsögðu vaselínglíma. Það er búið að leggja inn pöntun fyrir 80.kg af þunnfljótandi vaselíni sem nota á í glímuna. Keppnin fer fram á pallinum á Lúxa eða í uppblástnum potti. Nánari útfærsla kemur að sjálfu sér þegar nær dregur fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. En vill sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar minna gjafvaxta stúlkukindur að að skráning í þessar keppnir er hér með hafin. Hægt er að skrá sig í kommentinum hér fyrir neðan. Skráningargjald fer eftir nánara samkomulagi. Það er ekki úr vegi að koma því líka að almenn skráning er líka hafin og hvetjum við þá sem áhuga hafa að skrá sig með sama fyrirkomulagi. Nú verður spennandi að sjá hvort sumir standi við stóru orðin og skelli sér með. Þrátt fyrir fögur fyrirheit síðustu ár hafa þessir einstaklingar ekki staðið við þau orð. Þeir fá nú annað tækifæri og er það von sjálfskipaðs miðhóps skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar að þessir menn láti nú sjá sig. Enda ærin ástæða til eða svona 100.ára afmælisástæða eða svo. Það hefur reyndar heyrst að Áfengisálfurinn hafi heitið því við einn af meðlimum V.Í.N. í rannsóknarferð um daginn að hann ætlaði að koma með. Enda er þetta líka frábær upphitun fyrir Þjóðhátíð þar sem Álfurinn lætur sig varla vanta. Svo kemur hér vísa sem verður seint of oft kveðin eða sá sannleikur að ,,lítil bjór er vondur bjór´´ og er þetta sú stærð að bjór sem árshátíðargestir ættu að hafa meðferðis. Þó verða menn að gæta hófs því menn orðið jú mishressir. Ekki má heldur gleyma því að sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar mun svo fara ,vonandi fljótlega, í undirbúnings- og eftirlitsferðir inní Þórsmörk og (Blaut)Bolagil þessar ferðir verða farnar í samstarfi við heilbrigðisdeild V.Í.N. Í þessum ferðum verður kamarinn prufaður og hvetjum við alla sem koma í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðþórsmerkurferð að fara amk eina ferð á kamarinn. Hverjum manni hollt og gott. Þar verða þær dúnmjúkar íslensku hægðirnar í svona stórbrotinni náttúru. Loka undirbúnings- og eftirlitsferð verður svo farin viku fyrir helgina góðu. Þá er Jónsmessuhelgin og líkt og síðustu 2.árin þá er ætlunin að ganga yfir Fimmvörðuháls og kanna þar hvort ekki að gönguleiðin sé ekki örugglega fær fyrir þá sem eru svo veruleikaskertir að láta sér detta það hug að koma arkandi helgina góðu. Nemdin mun að sjálfsögðu fara akandi líkt og undanfarið þegar helgin er annars vegar. Samt stefnir hún nú á að arka ásamt fríðum flokki manna og kvenna yfir Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Það er von okkar að einhver gítarleiki verði með í för svo hægt sé að halda uppi feitu flippi við varðeldin sem tendraður verður á laugardeginum. Það er bara spurning hvar hægt verður að kveikja upp varðeldinn það getur Krossá ein sagt til um og kemur örugglega ekki ljós fyrr en við mætum á svæðið. Þetta verður allt sem sagt í föstum skorðum hjá okkur samt með einhverjum nýjum breytingum sem verða bara að koma í ljós. Veðurnemd er þessa dagana að hefja viðræður við veðurstofuna og líka verður aðeins rabbað við veðurguðina með að fá gott veður. Það er svo aldrei að vita nema maður lumi aðeins á Floridaveðri niðri í ferðatösku svona smá afgang. Það væri ekki vitlaust að brúka það þarna enda vel við hæfi. Þarna er því komið kjörið tækifæri fyrir kvenkyns leiðangursmenn að hafa með sér bikini. Helst eiga allir aðrir að sleppa stuttbuxunum svo það komi nú örugglega sól og blíða þessa Helgina. Svo verða menn auðvitað klæddir eftir veðri og í samræmi við hitastigið úti
Þá er komið nóg af bulli í billi. Ég vona að þessi litli pistlingur útskýri hvar málin standa og hafi náð að stytta fólki aldurinn í bið sinni eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Að lokum bendi ég á myndir til að auka á tilhlökkuna.
Þórsmörk 2000
Þórsmörk 2002
Þórsmörk 2003
Fimmvörðuháls 2002
Fimmvörðuháls 2003
Undirbúningsferð 2000
Undirbúningsferð 2001
Undirbúningsferð 2002
Undirbúningsferð 2003
Þegar 100.dagar eru í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er rétt að minna allar gjafvaxta snótir, sem ætla að vera með okkur í (Blaut)Bolagili, á að þarna eru þreyttar keppnir á borð við blautbolakeppni, sem heitir einmitt eftir gilinu okkar, og síðan nýjustu keppninni sem er að sjálfsögðu vaselínglíma. Það er búið að leggja inn pöntun fyrir 80.kg af þunnfljótandi vaselíni sem nota á í glímuna. Keppnin fer fram á pallinum á Lúxa eða í uppblástnum potti. Nánari útfærsla kemur að sjálfu sér þegar nær dregur fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. En vill sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar minna gjafvaxta stúlkukindur að að skráning í þessar keppnir er hér með hafin. Hægt er að skrá sig í kommentinum hér fyrir neðan. Skráningargjald fer eftir nánara samkomulagi. Það er ekki úr vegi að koma því líka að almenn skráning er líka hafin og hvetjum við þá sem áhuga hafa að skrá sig með sama fyrirkomulagi. Nú verður spennandi að sjá hvort sumir standi við stóru orðin og skelli sér með. Þrátt fyrir fögur fyrirheit síðustu ár hafa þessir einstaklingar ekki staðið við þau orð. Þeir fá nú annað tækifæri og er það von sjálfskipaðs miðhóps skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar að þessir menn láti nú sjá sig. Enda ærin ástæða til eða svona 100.ára afmælisástæða eða svo. Það hefur reyndar heyrst að Áfengisálfurinn hafi heitið því við einn af meðlimum V.Í.N. í rannsóknarferð um daginn að hann ætlaði að koma með. Enda er þetta líka frábær upphitun fyrir Þjóðhátíð þar sem Álfurinn lætur sig varla vanta. Svo kemur hér vísa sem verður seint of oft kveðin eða sá sannleikur að ,,lítil bjór er vondur bjór´´ og er þetta sú stærð að bjór sem árshátíðargestir ættu að hafa meðferðis. Þó verða menn að gæta hófs því menn orðið jú mishressir. Ekki má heldur gleyma því að sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar mun svo fara ,vonandi fljótlega, í undirbúnings- og eftirlitsferðir inní Þórsmörk og (Blaut)Bolagil þessar ferðir verða farnar í samstarfi við heilbrigðisdeild V.Í.N. Í þessum ferðum verður kamarinn prufaður og hvetjum við alla sem koma í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðþórsmerkurferð að fara amk eina ferð á kamarinn. Hverjum manni hollt og gott. Þar verða þær dúnmjúkar íslensku hægðirnar í svona stórbrotinni náttúru. Loka undirbúnings- og eftirlitsferð verður svo farin viku fyrir helgina góðu. Þá er Jónsmessuhelgin og líkt og síðustu 2.árin þá er ætlunin að ganga yfir Fimmvörðuháls og kanna þar hvort ekki að gönguleiðin sé ekki örugglega fær fyrir þá sem eru svo veruleikaskertir að láta sér detta það hug að koma arkandi helgina góðu. Nemdin mun að sjálfsögðu fara akandi líkt og undanfarið þegar helgin er annars vegar. Samt stefnir hún nú á að arka ásamt fríðum flokki manna og kvenna yfir Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Það er von okkar að einhver gítarleiki verði með í för svo hægt sé að halda uppi feitu flippi við varðeldin sem tendraður verður á laugardeginum. Það er bara spurning hvar hægt verður að kveikja upp varðeldinn það getur Krossá ein sagt til um og kemur örugglega ekki ljós fyrr en við mætum á svæðið. Þetta verður allt sem sagt í föstum skorðum hjá okkur samt með einhverjum nýjum breytingum sem verða bara að koma í ljós. Veðurnemd er þessa dagana að hefja viðræður við veðurstofuna og líka verður aðeins rabbað við veðurguðina með að fá gott veður. Það er svo aldrei að vita nema maður lumi aðeins á Floridaveðri niðri í ferðatösku svona smá afgang. Það væri ekki vitlaust að brúka það þarna enda vel við hæfi. Þarna er því komið kjörið tækifæri fyrir kvenkyns leiðangursmenn að hafa með sér bikini. Helst eiga allir aðrir að sleppa stuttbuxunum svo það komi nú örugglega sól og blíða þessa Helgina. Svo verða menn auðvitað klæddir eftir veðri og í samræmi við hitastigið úti
Þá er komið nóg af bulli í billi. Ég vona að þessi litli pistlingur útskýri hvar málin standa og hafi náð að stytta fólki aldurinn í bið sinni eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Að lokum bendi ég á myndir til að auka á tilhlökkuna.
Þórsmörk 2000
Þórsmörk 2002
Þórsmörk 2003
Fimmvörðuháls 2002
Fimmvörðuháls 2003
Undirbúningsferð 2000
Undirbúningsferð 2001
Undirbúningsferð 2002
Undirbúningsferð 2003
mánudagur, mars 22, 2004
Jæja ég kikti í jeppaferð um helgina, yfir Mýrdalsjökul inn í Skófluklif í skála Útivistar. Alveg brillíant túr í frábæru verði með alskonar uppákomum til að gera þetta að alvöru túr. En myndirnar segja meira en mörg orð.
http://www.pbase.com/maggi2/myrdalsjokull
Kv
Maggi
http://www.pbase.com/maggi2/myrdalsjokull
Kv
Maggi
fimmtudagur, mars 18, 2004
Rétt eins og alþjóð veit þá brá skíða- og menningardeild V.Í.N. undir sig betri fætinum um sl helgi þ.e dagana 11-14.mars. Um leið og þetta var skíða- og menningarferð átti líka að stunda aðalfundarstörf þarna í miklu magni. Nóg um það.
Það var svo átta manna hópur sem lagði af stað til Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Hist var í Grafarvoginum og voru menn mistímanlega, sem er bara fullkomalega eðlilegt, Maggi Brabra og Elín lögðu reyndar aðeins fyrr á stað á sínum Lúxa. Fyrst til að mæta í Logafoldina voru Viffi og Alda á Hi-Lux þess fyrr nefnda. Næstur til að mæta á pleisið var svo gamli perrinn Snorri. Fljótlega kom svo Toggi og þegar við vorum að koma dótinu hans fyrir tjáði Frú Toggi okkur það að hún hafði hengd up mynd, að Jarlaskáldinu með Júdóslörið, þar sem hann var búinn að finna femínistan í sér, í læknagarði í þeirri von að strákurinn færi nú að ganga út. Síðastur til að mæta var svo Arnór. Nú þegar hann var loks mættur var lítið annað að gera nema fara að koma sér útúr bænum enda klukkan farin að ganga 20:00. Undirritaður þ.e. Stebbi Twist, Toggi Túba, Snorri hinn gamli og Jarlaskáldið voru saman í Papa-San. Það var svo komið víð á bensínstöð á leiðinni úr Grafarvoginum og nú loks var hægt að koma sér af stað. Fátt markvert gerðist á annars heiladauðum þjóðvegaakstri nema ég fékk sms frá Magga Brabra þar sem hann tjáði mér að þau ætluðu ekki að stoppa í þjóðvegabúllunni Staðarskála heldur halda áfram og koma við í Skagafirði. Þegar við komum svo í Staðarskála voru Viffi og Alda mætt á svæðið og hafði Viffi pantað sér hamara. Sumir gerðu hið sama meðan aðrir fengu sér aspassúpu þar sem vantaði meiri rjóma í og franskar með. Eftir að hafa snætt annars sveittan þjóðvegaborgara og verzlað sér bílanami var loks hægt að koma sér til Akureyrar. Það er vel óhætt hægt að segja það að aksturinn hafi verið frekar tíðindalaus. Nema hvað að við félagarnir ræddum málin og tókst að finna svar við lífsgátunni. Þegar við vorum rétt við Þelamörk hafði Maggi A samband og tjáði mér að snillingurinn Viffi hefði orðið olíulaus á Öxnadalsheiðinni, hann sem fær ókeypis olíu í gegnum vinnuna, þanning að nú væru 2.turbolausir Hi-Lúxar á einum og sama motornum og Lúxi sem á alveg nóg með sig einan hvað þá þegar annar er kominn í spotta hjá honum. Þarna kom sér vel nýja prófílbeislið hjá Viffa. Við sem vorum í Papa-San komum svo fljótlega á stærsta krummaskurð landsins Agureyrish og til að drepa tímann fórum við á bílasölurúnt og skoðum líka nokkra vélsleða. Allt saman afskaplega karlmannlegt. Svo komum við okkur bara fyrir á fyrstu bensínstöð eða síðustu, alla vega er hún nysrt. Þeir komu svo og eftir að hafa fyllt skrjóðinn og komið honum í gang var farið og sótt lyklanna. Nú var brunað upp í Furulund og hófst nú bjórdrykkja amk hjá bílstjórunum og hinir heldu áfram. Menn voru svo að til að verða kl:04:00 aðfaranótt föstudags. Það var sem helst þótti skemmtilegt þarna um nóttina var fjölda sms til Blöndahl um kl:03:30 bara svona að láta hann vita hvað væri gaman hjá okkur meðan hann væri sofandi.
Það var svo vaknað milli 10:00 og 11:00 á föstudagsmorguninn þar sem einhverjir fóru í bakaríið og verzluðu inn morgunmat sem snæddur var með misgóðri lyst leiðangursmanna. Eftir að hafa metið stöðuna með Hlíðarfjall var ákveðið að prufa skíðasvæðið á Dalvík. Eftir að hafa komið við í ríkinu á Akureyri var ekkert því til fyrirstöðu að koma sér til Dalvíkur. Enn var tíðindalaus akstur það sem beið okkar. Þegar við komum svo í krummaskurðið Dalvík ætluðum við aldrei að finna hvar átti að beygja til að komast á svæðið það fannst reyndar að lokum eftir stóran krók þar sem við ókum m.a framhjá skemmistaðnum Böggver sem er frábært nafn á skemmtistað. Reyndar barst talið að því þarna að kíkja til Ólafsfjarðar sem okkur þótti ekkert alltof spennandi þangað til einhver nefndi það að þar væru afskaplega lauslát kvennfólk. Þrátt fyrir það þá var hætt við þau áform. Skíðasvæðið á Dalvík heilsaði okkur með smá sólarglætu og einni lyftu sem var opin. Þegar við fórum og spurðumst fyrir var okkur lofað því að efri lyftan skyldi opnuð og það var gert. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé besta svæði í heimi þó allt í lagi miðað við tíðarfarið hérna á klakanum. Þar var þó hægt að skíða og til þess var leikurinn gerður. Færið var fínt svo framarlega sem maður var ekki í tróðaraförunum því það var alltof mjúkt. Það voru svo gerðar bjórpásur og menn farnir að stunda aðalfundarstörf þarna. Fólk hætti svo missnemma að skíða, þó var ég, Toggi, Maggi A og Elín þarna til 17:00. Þegar við komum að bílunum voru hinir farnir og hittum við þau í bæjarsjoppunni sem heitir því snilldarnafni Dal-lasog snædd þar pylsa. Já, það toppar ekkert þessi krummaskurð í nafngiftum. Þegar komið var svo aftur til höfuðstað norðurlands var hafist handa við að skola af sér skítinn og reyna minnka ólyktina sem kominn var. Flestir skelltu sér í sund meðan aðrir voru eftir í íbúðinni, allt þetta venjulega var gert í sundi verið í leti í heitupottunum, farið í eimbað og að sjálfsögðu nokkrar sallibunur í rennibrautinni. Ellilífeyrisþeginn í hópnum gerði sér lítið fyrir og gekk upp litlu rennibrautina við litla kátinu sundlaugarvarðarins sem hótaði þeim gamla að hann yrði rekin upp úr ef hann myndi gera eitthvað svona aftur. Eftir sundferð var farið að huga að mat og meiri bjórdrykkju. Það var ákveðið að panta og sækja böku frá Jóni Spretti. Þrátt fyrir smá misskilning þá endaði nú með því að allir fengu lummuna sína. Eftir að allir voru orðnir mettir hófust venjuleg aðalfundarstörf að fullri alvöru. Þegar líða tók á kvöld fjölgaði í hópnum. Maggi Blöndahl og Haukur komu fyrstir svo fljótlegar var Jolli og Andri komir á svæðið. Það átti svo eftir að bættast í partýið kann ég ekki að nefna alla þá sem þarna voru mættir enda myndi það æra óstöðugan. Kvöldið endaði niðri á Lessu kaffi þar sem Arnór fór á kostum í torfærutöflunum og lagði sig svo við eitt borðið að sjálfsögðu endaði hann kvöldið dauður í sófanum upp í íbúð.
Á laugardasmorgun var stefnan sett á Kaldbak. Eitthvað voru menn misjafnir þegar þeir risu úr rekju og fóru sumir seinna en aðrir á lappir. Það endaði svo með því að undirritaður, Toggi, Maggi Brabra og Jarlaskáldið vorum tilbúnir til brottfarar rétt um hádegi. Áður en hægt var að fara út úr Akureyri þurfti að koma við í einni ríkisrekni verslun þarna í bæ og bætta aðeins á birgðirnar. Við vorum svo komnir við rætur Kaldbaks milli 13:00 og 14:00 eftir að hafa haldið fund og rætt við þá sem uppi voru komust við að þeirri niðurstöðu að við vorum ekki í ástandi til að lappa í rúmlega klst upp til að komast í troðarann. Það var því ráðið að stoppa í enn einu krummaskuðinu að þessu sinni Grenivík, sem er eitt það mesta krummaskurð sem um getur, og koma þar við í Jónsabúð og fá sér pullu eða eitthvað. Þess má geta að það var sjálfur Jónsi sem afgreiddi okkur sem nokkuð magnað. Það var svo bara haldið aftur upp í Furulundinn þar sem þýski boltinn tók við og fór þar svínamaðurinn á kostum. Nóg um það. Eftir að hafa heimsótt sundlaugina og svo Brynjuís, sem er líka kaupfélag því þar fæst allt sem þarf í rússneskt kókaín og líka hrossakjöt í neytindapakkningun, gat maður loks hafið aðalfundarstörf að krafti. Við áttum svo borð á Greifanum 20:30 og vorum við þar mætt tímanlega. Það tók svo klukkutíma að fá matinn, við fengum reyndar brauðstangir til aðeins að minnka hungrið og þetta kostaði líka auka bjór. Til að bæta ofan þá fékk Jolli bara 200gr af svartfugli í stað 400.gr sem hann pantaði. Fékk reyndar ábót og þurfti bara að greiða fyrir 200.gr Undirritaður fékk sér flugvélavængi, enda vel við hæfi, bragðaðist nokkuð vel. Það sem hélst ber til tíðinda er það að Magnús Blöndahl kláraði ekki matinn sinn og bar hann við að væri hélst til of sterkur. Eftir þetta var fjósað upp í íbúð og hófst nú aðalfundarstörf fyrir alvöru. Þarna voru almenn drykkja og gerðu menn sér ýmislegt til skemmtunar m.a varpaði undirritaður fram símakönnun sem gekk út á gafnafar og stærð ákveðina líkamsparta kvenna. Sýnist sitt hverjum í þessu máli. Þó að ég fari ekki af skoðun minni í þessu máli. Farið var svo aftur á Lessu-Kaffi og hittum við það Telemarklið þar sem sumir voru hressari en aðrir. Komið var svo aftur upp í íbúð um 05:00 og rotuðust menn missnemma engin þó jafnfljót og Nóri sem kominn var strax í sofann sinn.
Við fengum svo þá flugu á höfuðið að fara til Siglufjarðar því þar átti að vera besta aðstaða til skíðaiðkunar á landinu. Það var því drifið í því að taka til og skila lyklunum og svo komið sér til Siglufjarðar. Við fórum þarna í gegnum enn eitt krummaskurðið þessa helgina sem var Ólafsfjörður. Slíka krummaskurðið og þrátt fyrir að okkur hefði verið sagt að þarna væri mjög lauslát kvennfólk þá urðum við ekki varir við það og komum okkur sem fyrst þarna í burtu. Má segja að hápunktur ferðar okkar til Ólafsfjarðar hafi verið ferð okkar í gegnum Ólafsfjarðargöngin. Við fórum svo yfir Lágheiðina og kvöddum Magga og Elínu við vegamótin. Við á Papa-San, Maggi B, Haukur, Jolli og Andri heldu sem leið lá til Siglufjarðar enn var hápunkturinn ferð okkar í gegnum Strákagöng. Það má því með sanni segja að við komust þó í einhver göng þessa helgina. Þarna á Siglufirði er örugglega besta aðstaða til skíðunar á Íslandi þessa dagana. Eftir að hafa verið nokkuð duglegir að renna okkur og þá mest utan brautar í frábæri brekku þá hættum við að skíða um 16:30. Fórum niður í bæ þar sem við áttum í mestu vandræðum með að finna stað til að éta á. Loks fundum við sveitta bensínbúllu sem var líka með sveitta báta og burgera. Þarna átu menn og ákveðið var svo að bruna sem leið lá og ekki stoppa nema á Brú. Um 17:30 yfirgáfum við loks síðasta krummaskruðið í þessari ferð og við tók tíðindalaus þjóðvegaakstur. Við renndum svo í bæinn um 22:00 á sunnudagskvöldið. Fín ferð nema það vantaði snjóinn. Verður alveg örugglega betra á næsta ári enda ekki hægt að hafa minni snjó.
Þakka þeim voru með.
Það var svo átta manna hópur sem lagði af stað til Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Hist var í Grafarvoginum og voru menn mistímanlega, sem er bara fullkomalega eðlilegt, Maggi Brabra og Elín lögðu reyndar aðeins fyrr á stað á sínum Lúxa. Fyrst til að mæta í Logafoldina voru Viffi og Alda á Hi-Lux þess fyrr nefnda. Næstur til að mæta á pleisið var svo gamli perrinn Snorri. Fljótlega kom svo Toggi og þegar við vorum að koma dótinu hans fyrir tjáði Frú Toggi okkur það að hún hafði hengd up mynd, að Jarlaskáldinu með Júdóslörið, þar sem hann var búinn að finna femínistan í sér, í læknagarði í þeirri von að strákurinn færi nú að ganga út. Síðastur til að mæta var svo Arnór. Nú þegar hann var loks mættur var lítið annað að gera nema fara að koma sér útúr bænum enda klukkan farin að ganga 20:00. Undirritaður þ.e. Stebbi Twist, Toggi Túba, Snorri hinn gamli og Jarlaskáldið voru saman í Papa-San. Það var svo komið víð á bensínstöð á leiðinni úr Grafarvoginum og nú loks var hægt að koma sér af stað. Fátt markvert gerðist á annars heiladauðum þjóðvegaakstri nema ég fékk sms frá Magga Brabra þar sem hann tjáði mér að þau ætluðu ekki að stoppa í þjóðvegabúllunni Staðarskála heldur halda áfram og koma við í Skagafirði. Þegar við komum svo í Staðarskála voru Viffi og Alda mætt á svæðið og hafði Viffi pantað sér hamara. Sumir gerðu hið sama meðan aðrir fengu sér aspassúpu þar sem vantaði meiri rjóma í og franskar með. Eftir að hafa snætt annars sveittan þjóðvegaborgara og verzlað sér bílanami var loks hægt að koma sér til Akureyrar. Það er vel óhætt hægt að segja það að aksturinn hafi verið frekar tíðindalaus. Nema hvað að við félagarnir ræddum málin og tókst að finna svar við lífsgátunni. Þegar við vorum rétt við Þelamörk hafði Maggi A samband og tjáði mér að snillingurinn Viffi hefði orðið olíulaus á Öxnadalsheiðinni, hann sem fær ókeypis olíu í gegnum vinnuna, þanning að nú væru 2.turbolausir Hi-Lúxar á einum og sama motornum og Lúxi sem á alveg nóg með sig einan hvað þá þegar annar er kominn í spotta hjá honum. Þarna kom sér vel nýja prófílbeislið hjá Viffa. Við sem vorum í Papa-San komum svo fljótlega á stærsta krummaskurð landsins Agureyrish og til að drepa tímann fórum við á bílasölurúnt og skoðum líka nokkra vélsleða. Allt saman afskaplega karlmannlegt. Svo komum við okkur bara fyrir á fyrstu bensínstöð eða síðustu, alla vega er hún nysrt. Þeir komu svo og eftir að hafa fyllt skrjóðinn og komið honum í gang var farið og sótt lyklanna. Nú var brunað upp í Furulund og hófst nú bjórdrykkja amk hjá bílstjórunum og hinir heldu áfram. Menn voru svo að til að verða kl:04:00 aðfaranótt föstudags. Það var sem helst þótti skemmtilegt þarna um nóttina var fjölda sms til Blöndahl um kl:03:30 bara svona að láta hann vita hvað væri gaman hjá okkur meðan hann væri sofandi.
Það var svo vaknað milli 10:00 og 11:00 á föstudagsmorguninn þar sem einhverjir fóru í bakaríið og verzluðu inn morgunmat sem snæddur var með misgóðri lyst leiðangursmanna. Eftir að hafa metið stöðuna með Hlíðarfjall var ákveðið að prufa skíðasvæðið á Dalvík. Eftir að hafa komið við í ríkinu á Akureyri var ekkert því til fyrirstöðu að koma sér til Dalvíkur. Enn var tíðindalaus akstur það sem beið okkar. Þegar við komum svo í krummaskurðið Dalvík ætluðum við aldrei að finna hvar átti að beygja til að komast á svæðið það fannst reyndar að lokum eftir stóran krók þar sem við ókum m.a framhjá skemmistaðnum Böggver sem er frábært nafn á skemmtistað. Reyndar barst talið að því þarna að kíkja til Ólafsfjarðar sem okkur þótti ekkert alltof spennandi þangað til einhver nefndi það að þar væru afskaplega lauslát kvennfólk. Þrátt fyrir það þá var hætt við þau áform. Skíðasvæðið á Dalvík heilsaði okkur með smá sólarglætu og einni lyftu sem var opin. Þegar við fórum og spurðumst fyrir var okkur lofað því að efri lyftan skyldi opnuð og það var gert. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé besta svæði í heimi þó allt í lagi miðað við tíðarfarið hérna á klakanum. Þar var þó hægt að skíða og til þess var leikurinn gerður. Færið var fínt svo framarlega sem maður var ekki í tróðaraförunum því það var alltof mjúkt. Það voru svo gerðar bjórpásur og menn farnir að stunda aðalfundarstörf þarna. Fólk hætti svo missnemma að skíða, þó var ég, Toggi, Maggi A og Elín þarna til 17:00. Þegar við komum að bílunum voru hinir farnir og hittum við þau í bæjarsjoppunni sem heitir því snilldarnafni Dal-lasog snædd þar pylsa. Já, það toppar ekkert þessi krummaskurð í nafngiftum. Þegar komið var svo aftur til höfuðstað norðurlands var hafist handa við að skola af sér skítinn og reyna minnka ólyktina sem kominn var. Flestir skelltu sér í sund meðan aðrir voru eftir í íbúðinni, allt þetta venjulega var gert í sundi verið í leti í heitupottunum, farið í eimbað og að sjálfsögðu nokkrar sallibunur í rennibrautinni. Ellilífeyrisþeginn í hópnum gerði sér lítið fyrir og gekk upp litlu rennibrautina við litla kátinu sundlaugarvarðarins sem hótaði þeim gamla að hann yrði rekin upp úr ef hann myndi gera eitthvað svona aftur. Eftir sundferð var farið að huga að mat og meiri bjórdrykkju. Það var ákveðið að panta og sækja böku frá Jóni Spretti. Þrátt fyrir smá misskilning þá endaði nú með því að allir fengu lummuna sína. Eftir að allir voru orðnir mettir hófust venjuleg aðalfundarstörf að fullri alvöru. Þegar líða tók á kvöld fjölgaði í hópnum. Maggi Blöndahl og Haukur komu fyrstir svo fljótlegar var Jolli og Andri komir á svæðið. Það átti svo eftir að bættast í partýið kann ég ekki að nefna alla þá sem þarna voru mættir enda myndi það æra óstöðugan. Kvöldið endaði niðri á Lessu kaffi þar sem Arnór fór á kostum í torfærutöflunum og lagði sig svo við eitt borðið að sjálfsögðu endaði hann kvöldið dauður í sófanum upp í íbúð.
Á laugardasmorgun var stefnan sett á Kaldbak. Eitthvað voru menn misjafnir þegar þeir risu úr rekju og fóru sumir seinna en aðrir á lappir. Það endaði svo með því að undirritaður, Toggi, Maggi Brabra og Jarlaskáldið vorum tilbúnir til brottfarar rétt um hádegi. Áður en hægt var að fara út úr Akureyri þurfti að koma við í einni ríkisrekni verslun þarna í bæ og bætta aðeins á birgðirnar. Við vorum svo komnir við rætur Kaldbaks milli 13:00 og 14:00 eftir að hafa haldið fund og rætt við þá sem uppi voru komust við að þeirri niðurstöðu að við vorum ekki í ástandi til að lappa í rúmlega klst upp til að komast í troðarann. Það var því ráðið að stoppa í enn einu krummaskuðinu að þessu sinni Grenivík, sem er eitt það mesta krummaskurð sem um getur, og koma þar við í Jónsabúð og fá sér pullu eða eitthvað. Þess má geta að það var sjálfur Jónsi sem afgreiddi okkur sem nokkuð magnað. Það var svo bara haldið aftur upp í Furulundinn þar sem þýski boltinn tók við og fór þar svínamaðurinn á kostum. Nóg um það. Eftir að hafa heimsótt sundlaugina og svo Brynjuís, sem er líka kaupfélag því þar fæst allt sem þarf í rússneskt kókaín og líka hrossakjöt í neytindapakkningun, gat maður loks hafið aðalfundarstörf að krafti. Við áttum svo borð á Greifanum 20:30 og vorum við þar mætt tímanlega. Það tók svo klukkutíma að fá matinn, við fengum reyndar brauðstangir til aðeins að minnka hungrið og þetta kostaði líka auka bjór. Til að bæta ofan þá fékk Jolli bara 200gr af svartfugli í stað 400.gr sem hann pantaði. Fékk reyndar ábót og þurfti bara að greiða fyrir 200.gr Undirritaður fékk sér flugvélavængi, enda vel við hæfi, bragðaðist nokkuð vel. Það sem hélst ber til tíðinda er það að Magnús Blöndahl kláraði ekki matinn sinn og bar hann við að væri hélst til of sterkur. Eftir þetta var fjósað upp í íbúð og hófst nú aðalfundarstörf fyrir alvöru. Þarna voru almenn drykkja og gerðu menn sér ýmislegt til skemmtunar m.a varpaði undirritaður fram símakönnun sem gekk út á gafnafar og stærð ákveðina líkamsparta kvenna. Sýnist sitt hverjum í þessu máli. Þó að ég fari ekki af skoðun minni í þessu máli. Farið var svo aftur á Lessu-Kaffi og hittum við það Telemarklið þar sem sumir voru hressari en aðrir. Komið var svo aftur upp í íbúð um 05:00 og rotuðust menn missnemma engin þó jafnfljót og Nóri sem kominn var strax í sofann sinn.
Við fengum svo þá flugu á höfuðið að fara til Siglufjarðar því þar átti að vera besta aðstaða til skíðaiðkunar á landinu. Það var því drifið í því að taka til og skila lyklunum og svo komið sér til Siglufjarðar. Við fórum þarna í gegnum enn eitt krummaskurðið þessa helgina sem var Ólafsfjörður. Slíka krummaskurðið og þrátt fyrir að okkur hefði verið sagt að þarna væri mjög lauslát kvennfólk þá urðum við ekki varir við það og komum okkur sem fyrst þarna í burtu. Má segja að hápunktur ferðar okkar til Ólafsfjarðar hafi verið ferð okkar í gegnum Ólafsfjarðargöngin. Við fórum svo yfir Lágheiðina og kvöddum Magga og Elínu við vegamótin. Við á Papa-San, Maggi B, Haukur, Jolli og Andri heldu sem leið lá til Siglufjarðar enn var hápunkturinn ferð okkar í gegnum Strákagöng. Það má því með sanni segja að við komust þó í einhver göng þessa helgina. Þarna á Siglufirði er örugglega besta aðstaða til skíðunar á Íslandi þessa dagana. Eftir að hafa verið nokkuð duglegir að renna okkur og þá mest utan brautar í frábæri brekku þá hættum við að skíða um 16:30. Fórum niður í bæ þar sem við áttum í mestu vandræðum með að finna stað til að éta á. Loks fundum við sveitta bensínbúllu sem var líka með sveitta báta og burgera. Þarna átu menn og ákveðið var svo að bruna sem leið lá og ekki stoppa nema á Brú. Um 17:30 yfirgáfum við loks síðasta krummaskruðið í þessari ferð og við tók tíðindalaus þjóðvegaakstur. Við renndum svo í bæinn um 22:00 á sunnudagskvöldið. Fín ferð nema það vantaði snjóinn. Verður alveg örugglega betra á næsta ári enda ekki hægt að hafa minni snjó.
Þakka þeim voru með.
þriðjudagur, mars 16, 2004
fimmtudagur, mars 11, 2004
Jæja þá er Akureyra dagurinn runninn upp og viti menn það er ekki rigning úti.
Ælti að þetta verði ekki sú skíðamenska við eigum eftir að stunda á Akureyri, það þýðir bara meiri tíma fyrir hefðbundin aðalfundarstörf.
Ælti að þetta verði ekki sú skíðamenska við eigum eftir að stunda á Akureyri, það þýðir bara meiri tíma fyrir hefðbundin aðalfundarstörf.
miðvikudagur, mars 10, 2004
þriðjudagur, mars 09, 2004
já og bæ þe vei!!!
Ég gleymdi einu í yfirskitunöldrinu í mér áðan.
Þeir sem eru svo vel vopnum búnir að eiga fjallaskíðaútbúnað (ýmist fjallaskíði eða telemark), þeir hinir sömu skulu fara að gramsa í skúrnum eftir draslinu því það kæmi ekki á óvart að ef einhver hefði áhuga að renna sér eitthvað þá þarf að sá hinn sami að þramma upp hólinn!!!!
Ég gleymdi einu í yfirskitunöldrinu í mér áðan.
Þeir sem eru svo vel vopnum búnir að eiga fjallaskíðaútbúnað (ýmist fjallaskíði eða telemark), þeir hinir sömu skulu fara að gramsa í skúrnum eftir draslinu því það kæmi ekki á óvart að ef einhver hefði áhuga að renna sér eitthvað þá þarf að sá hinn sami að þramma upp hólinn!!!!
Jú góðan og margblessaðan helvítis daginn (vísun í veðrið úti núna)
Nú er illt í efni; veðurofsinn slíkur að manni er skapi næst að flýja land.
Ekki nóg með það að 3 VÍN-verjar (plús einn Flubbi) hafi verið ýmist fastir eða bíðandi í fleiri, fleiri klukkutíma á Langaskafli um helgina, vegna skapillsku þeirra á Veðurstofunni, heldur er skíturinn orðinn svo magnaður hér núna á suðvesturhorninu að maður hefur mestar áhyggjur að hviða taki mann og þeyti (og talar hér maður sem er um og yfir 0.1 tonn!!!!) í áttina togaranum Jónasi IS 204 sem er á veiðum á Halamiðum hér einum 197 sjómílum suðsuðvestur af Hvarfi!!!!!
Til að bæta gráu ofaná svart (já eða bleiku ofan á blátt og fá út klám og viðbjóð) þá er búið að færa Telemarkhúllumhæjið úr Hlíðarfjalli. Staðsetning nú er Kaldbakur og Siglufjörður.......þetta þýðir bara eitt: Það er ekkert færi í Hlíðarfjalli fyrst að þetta samansafn af björgunarsveitajóum er búið að gefast upp!!!!
Manni er spurn: Gerist þetta mikið verra????
fökkshitalltvontbannaðbörnumyngriensextánáraenerusamekkiviðkvæmfyrirblóti!!!!
kv Magú
Nú er illt í efni; veðurofsinn slíkur að manni er skapi næst að flýja land.
Ekki nóg með það að 3 VÍN-verjar (plús einn Flubbi) hafi verið ýmist fastir eða bíðandi í fleiri, fleiri klukkutíma á Langaskafli um helgina, vegna skapillsku þeirra á Veðurstofunni, heldur er skíturinn orðinn svo magnaður hér núna á suðvesturhorninu að maður hefur mestar áhyggjur að hviða taki mann og þeyti (og talar hér maður sem er um og yfir 0.1 tonn!!!!) í áttina togaranum Jónasi IS 204 sem er á veiðum á Halamiðum hér einum 197 sjómílum suðsuðvestur af Hvarfi!!!!!
Til að bæta gráu ofaná svart (já eða bleiku ofan á blátt og fá út klám og viðbjóð) þá er búið að færa Telemarkhúllumhæjið úr Hlíðarfjalli. Staðsetning nú er Kaldbakur og Siglufjörður.......þetta þýðir bara eitt: Það er ekkert færi í Hlíðarfjalli fyrst að þetta samansafn af björgunarsveitajóum er búið að gefast upp!!!!
Manni er spurn: Gerist þetta mikið verra????
fökkshitalltvontbannaðbörnumyngriensextánáraenerusamekkiviðkvæmfyrirblóti!!!!
kv Magú
mánudagur, mars 08, 2004
Útivistarblaðið ÚTIVERA bíður til myndasýningar
Þann 16. mars næstkomandi mun útivistarblaðið ÚTIVERA bjóða áhugasömum á myndasýningu í bíósal Hótel Loftleiða. Sýndar verða myndir frá mótorhjólaferð Geokobba um Austur-Evrópu núna í haust. Ferðin stóð yfir í 3 mánuði og tók til 11 landa, þar á meðal Hvíta-Rússlands, Úkraínu, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland, Tyrkland og Ítalíu. Útivera er nýtt tímarit, sem tekur á útivist og fjallamennsku í víðri merkingu þess orðs.
Skoðið heimasíðu tímaritsins.
Þann 16. mars næstkomandi mun útivistarblaðið ÚTIVERA bjóða áhugasömum á myndasýningu í bíósal Hótel Loftleiða. Sýndar verða myndir frá mótorhjólaferð Geokobba um Austur-Evrópu núna í haust. Ferðin stóð yfir í 3 mánuði og tók til 11 landa, þar á meðal Hvíta-Rússlands, Úkraínu, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland, Tyrkland og Ítalíu. Útivera er nýtt tímarit, sem tekur á útivist og fjallamennsku í víðri merkingu þess orðs.
Skoðið heimasíðu tímaritsins.
föstudagur, mars 05, 2004
Mitt í öllu hjalinu um Akureyrarferð er ein tilkynning sem ég verð að koma til lesenda*. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum (Óli Palli á Rás 2 hlýtur að teljast áreiðanleg heimild) munu hinir fornfrægu Pixies koma saman til tónleikahalds í Reykjavík þann 26. maí næstkomandi.
*vona að ekki hafi komið fram í þessari setningu biturð yfir því að ég sé ekki á leið með ykkur til Akureyrar að djamma, en ekki skíða þar sem það verður enginn snjór. Snjórinn verður hins vegar í Svíþjóð!
*vona að ekki hafi komið fram í þessari setningu biturð yfir því að ég sé ekki á leið með ykkur til Akureyrar að djamma, en ekki skíða þar sem það verður enginn snjór. Snjórinn verður hins vegar í Svíþjóð!
fimmtudagur, mars 04, 2004
Sú spurning sem karlmenn hafa velt fyrir sér í margar aldir um hvort sé betra konur eða bjór, er alltaf sígild. Ekki svo fyrir alls löngu þurfti ég að gera upp hug minn. Eftir vangaveltur okkar Willy og miklar rannsóknir komust við að eftirfarandi niðurstöðu.
1. Þú getur notið bjórsins allann mánuðinn.
2. Bjórblettur þvæst úr.
3. Bjórinn bíður þolinmóður eftir þér í jeppanum meðan þú losar hann úr snjóskafli.
4. Ef bjórinn verður flatur, þá hendir maður honum bara.
5. Bjór er aldrei of seinn.
6. Bjór verður ekki afbrýðisamur þótt þú náir í annan.
7. Timburmenn hverfa.
8. Þú getur tekið bjórinn úr umbúðunum án mótbára.
9. Þegar þú ferð á bar getur þú alltaf náð þér í bjór.
10. Bjór er aldrei með hausverk.
11. Þegar þú ert búinn með bjórinn, getur þú selt glerið.
12. Þú getur alltaf deilt bjórnum með vinum þínum.
13. Bjór er alltaf blautur.
14. Þú veist að þú ert alltaf sá fyrsti sem opnar bjórinn.
15. Bjór krefst ekki jafnréttis.
16. Þú getur fengið þér bjór á almannafæri.
17. Bjórnum er alveg sama hvenær þú ,,kemur´´.
18. Kaldur bjór er góður bjór.
19. Þótt þú skiptir um bjór þarftu ekki að borga meðlag.
20. Þú getur fengið þér fleiri en einn bjór á kvöldi án þess að fá samviskubit.
Kv.
Stebbi og Willy (sem er eiginlega sjúkur í bjór og dettur því ekki hug að vera alkóhólisti)
1. Þú getur notið bjórsins allann mánuðinn.
2. Bjórblettur þvæst úr.
3. Bjórinn bíður þolinmóður eftir þér í jeppanum meðan þú losar hann úr snjóskafli.
4. Ef bjórinn verður flatur, þá hendir maður honum bara.
5. Bjór er aldrei of seinn.
6. Bjór verður ekki afbrýðisamur þótt þú náir í annan.
7. Timburmenn hverfa.
8. Þú getur tekið bjórinn úr umbúðunum án mótbára.
9. Þegar þú ferð á bar getur þú alltaf náð þér í bjór.
10. Bjór er aldrei með hausverk.
11. Þegar þú ert búinn með bjórinn, getur þú selt glerið.
12. Þú getur alltaf deilt bjórnum með vinum þínum.
13. Bjór er alltaf blautur.
14. Þú veist að þú ert alltaf sá fyrsti sem opnar bjórinn.
15. Bjór krefst ekki jafnréttis.
16. Þú getur fengið þér bjór á almannafæri.
17. Bjórnum er alveg sama hvenær þú ,,kemur´´.
18. Kaldur bjór er góður bjór.
19. Þótt þú skiptir um bjór þarftu ekki að borga meðlag.
20. Þú getur fengið þér fleiri en einn bjór á kvöldi án þess að fá samviskubit.
Kv.
Stebbi og Willy (sem er eiginlega sjúkur í bjór og dettur því ekki hug að vera alkóhólisti)
Jæja viti menn, það er ekki nema 1 VIKA þangað til við bregðum undir okkur betri fætinum, tönkum bílana og höldum á skíða og menningarstaðinn Akureyri.
Samkvæmt ÍSALP vefnum er enn einhver snjór fyrir norðan.....
En samkvæmt öruggum heimildum verður þetta svona í næstu viku
Samkvæmt ÍSALP vefnum er enn einhver snjór fyrir norðan.....
En samkvæmt öruggum heimildum verður þetta svona í næstu viku
miðvikudagur, mars 03, 2004
Jæja þá eru bara 8 dagar í Akureyris. Allir að krossa fingur um að það verði einhver snjór eftir þegar að við mætum á svæðið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)