mánudagur, maí 17, 2004
Sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúningssviðs eftirlitsdeilar er með hugmyndir um undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð nú n.k. miðvikudag, gista þar eina nótt og koma svo heim á fimmtudaginn. Samhliða því sem þarna myndum við sinna okkar eftirlitsskyldum yrði þetta líka notað sem æfingaferð. Því ekki hafa allir jeppaeigendur innan V.Í.N. ennþá vígt bílana sína með ferð inn í Þórsmörk. Ekki er búið að ákveða hvar gist verður hvort sem það verður í Básum eða bara í (Blaut)Bolagili kemur bara í ljós þegar við komum á svæðið. Ég bið þá sem áhuga hafa að slást með í för að tjá sig í kommentunum eða með sms á undirritaðan, sjá neðar á síðunni t.v. undir Stebbi Twist.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!