föstudagur, maí 21, 2004

Eftir langar og strangar samningaviðræður milli V.Í.N. og Útivistar hefur tekist samkomulag. Samkomulag þetta hljómar uppá tjaldstæði fyrir 12-15.manns, í Básum, dagana 25-27.júní n.k. þ.e. Jónsmessuhelgina . Rétt eins og flestir ættu að vita hefur skapast sú hefð að rölta Fimmvörðuhálsinn þessa helgi og taka svo aðeins á því á laugardagskvöldinu. Það væri ágætt að fá að vita svona c.a hverjir hafa áhuga að tölta þetta svo maður fái einhverja tölu um þetta svo hægt verði að staðfesta tjaldstæðið við Útivist. Biðja áhugasama að tjá sig í kommentunum eða senda mér, Stebbi Twist, sms.

Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!