föstudagur, nóvember 28, 2003

Maggi Brabra var núna rétt í þessu að hafa samband við fréttastofu jeppasviðs í Grafarvogi og staðfesti eftirfarandi fréttir.

Þeir voru þá staddir við Hvítárbrú og var staðsetningin eftirfarandi: W:05°55´263 og N:71°56´761 UTM. Var var gott þá í augnablikinu og þeir voru á eftir 44´´ sem ruddi víst öllum snjónum úr förunum. Á kaflanum milli Hvítá og Bláfellsháls var eina erfiðast og reyndist sjálfur hálsin vera eina léttastur. Sagðist kappinn þá félaga hafa þurft að kljúfa 8.m púðurskafla þó er það ein sem komið er bara sögusagnir sem ekki hafa fengist staðfestar. Einn sauður, eins og Maggi orðaði það svo skemmtilega, var búinn að rífa dekk. Menn er strax farnir að fá action í leikinn.

Fleira er ekki í fréttum núna. Þær munu birtast um leið og þær koma, þó ekki af Halldóri Hauksyni.
Fréttadeildin Jeppasvið í Grafarvogi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!