föstudagur, nóvember 28, 2003

Fréttadeild jeppasvið er með heitar og freskar fréttur úr nýliðaferð 4X4. Maggi Brabra er nú á ferðinni á Flubbalatakrúser upp í Setur þar sem hann og annar Flubbi munu sjá til þess að enginn fari sér að voða.

Kl: 21:15 voru þeir ásamt 22.bílum sem innihéldu 38 karlmenn og tveggja manna hreingerningarlið staddir fyrir ofan Gullfoss. Það var lagt af stað úr bænum frá Esso á Átúnshöfða kl:19:00 og það tók þá 2.klst að komast að Gullfossi. Það var víst fljúandi hálka sem tafði eitthvað. Þó var mesta umkvörtunarefnið að á Geysi er aðeins eins grútardæla og það eru 18.kolavélar í þessum hóp svo það tók nokkurn tíma koma grútinum á fákana. Þess má til gamans geta í þessum hóp eru 5.bensínbílar og á Geysi eru 3.dælur fyrir bensín. Þetta sýnir ein eina kostina við að vera á bensínknúnum sjálfrennireiðum. Veður á Kili var eftirfarandi. Hitastig:kalt og frost. Vindstyrkur: svona temilegur. Þeir voru enn ekki búnir að hleypa úr og pundstaðan var 28psi. Færð sem sagt góð.

Fleira er ekki í fréttum.
Fréttadeildin Jeppasvið Grafarvogi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!