þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Dagana 15-16.nóv s.l. brá jeppadeildin dónasvið sér í ferð sem að sjálfsögðu var farinn á jeppum. Enda ekki við öðru að búast þegar jeppadeildin er annars vegar. Hópurinn samanstóð af undirritiðum Stebba Twist, sem var að þessu sinni farþegi, Maggi Brabra á Hi-Lux líks oft nefndur Lúxi og svo Toggi Túpa, VJ og Höski á Patrol eða Fastrol eins gárungarnir kalla hann víst. Já, það er rétt kæru lesendur þetta var grútarbrennaraferð þar sme við fórum á tveimur kolavélum. Það verður vondi aldrei endurtekið og næst verða einhverjir vagnar með alvöru eldneytisgjafa.

Það var farið á fætur fyrir allar aldir á laugardagsmorgninum, það eina sem getur talist kostur við það var að hlusta á King Kong þar sem maður heyrði í gölmum félaga að nafni Jósep í Kárnesvideo. Mikil snillingur þar á ferð. Nóg um það. Maggi var svo mætur í Logafoldina um kl:10:30 með tilheyrandi titringi og vondri lykt sem fylgir þessum lýsislömpum. Leið okkar lá í Heiðarásinn þar sem hitta átti afgangin að liðinu með smá við komu í Orkunni til að gefa Lúxa sopann sinn góða. Þegar við komum í Heiðarásinn tók á moti okkur drengirnir með stílistann í fararbroddi. Fljótlega þá höfum við ferð okkar á reginfjöll. Það var svo gerð viðkoma á Selfossi til matarkaupa og annara nauðsynlegra brauðmetis. Í Bónus í Hnakkaville var tilboð á lambalæri með 40% afslætti og þar var komið maturinn hjá okkur með öllu nauðsynlegu sem tilheyrir læri. Þarna versluðum við okkur líka fylltar lakrísreimar og Risa Opal sem var jú nauðsynlegt til að geta verið dónalegir, ropað og rekið við alla ferðina. Við notuðum svo pilsner til að skola þessu niður. Þar sem þetta var dónaferð þá var nú eitt herratímarit nauðsynlegt svo að grófasta blaðið í búðinni var haft með matvælunum. Margir kunna að spyrja; Hvaða virta herratímarit var þetta? Því er auðsvarað þetta var hið æðislega blað Bleikt og Blátt. Nóg um það. Eftir að hafa gert skyldu okkar til uppfylla skilyrði til að teljast dónar var næsta stopp í Mjólkurbúð Höskuldar með smá viðkomu á bensínstöð þar sem sumir þurftu að þrífa framrúðuna hjá sér ásamt því að bæta eins og 5.litrum af rúðupissi á forðabúrið. Farþegar notuðu tækifærið og fengu sér pylsu þar sem ekki var búið að opna KFC, svo snemma vorum við á ferðinni þá er fokið í flest. Þegar öllum þessum skyldum var búið að sinna var loks hægt að koma sér á fjöll. Ferð okkar gekk frekar tíðindalaust fyrir sig í gegnum Skeiða-og Gnjúpverjahrepp þar sem toppurinn var að skoða fyrirhugaða virkjunarstað. Fljótlega eftir að við komum upp Samstaðamúla þá nyttum við okkur góðvild Lalla frænda og fórum yfir Þjórsá á stíflumannvirkjum. Þar notaði maður tækifærið og bjallaði í Tudda Tuð til að láta hann vita að hverju mann væri að missa af enda veðrið nokkuð gott. Þegar við komum svo á afleggjarann við Dómadal frelsuðum við eilitið magn af lofti úr belgmiklum hjólbörðum sjálfrennireiðanna. Ekki var nú beinleiðis mikil snjór á Dómadalnum og varla heldur í fyrstu brekku eftir að maður beygir út af Dómadalsleið og í átt að Hrafntinnuskeri. Fljótlega hittum við tvo Troopera á 38´´ og voru þeir í dagsferð. Það var fínt að hafa þá á undan okkur því þeir tróðu fyrir okkur upp að íshellinum. Þarna fóru snjóalög aðeins að aukast þó er varla hægt að segja að þarna hafi allt verið á kafi í snjó. Samt fengum við aðeins að smakka á því. Toggi festi Pattann einu sinni í förunum eftir Trúperina í eins hverji lækjar sprænu. Eftir að Toggi Túpa hafði dregið fram skóflu, sem var auðvitað í sama lit og Pattinn, og mokað aðeins þá losnaði hann og hann komst áfram. Þarna mættum við Trooper aftur og höfðu þeir snúið við. Þeir gerðu okkur bara greiða með þarna því þeir fylltu holuna eftir Togga svo Lúxi átti ekki í miklum vandræðum með þetta. Við íshellana þurftum við aðeins að rifja upp hvaða leið maður fer upp að skálanum og enginn með leiðina. Þetta leystist alltsaman vel að lokum. Þegar við áttum svona 1,5.km eftir að næturstað þá fékk litli Stebbalingur að keyra svartolíutröllið hans Magga. Verð ég að segja að þessi akstur var ekki til að sannfæra mig um að fá mér grútarbrennara þó Lúxi sé ágætur að öðru leyti. Alltaf gaman að fá að spóla í snjó. Með smá út úrdúrum komum við að skálanum. Við lögðum ekki í að keyra alveg niður að honum heldur skildum við bílanna eftir upp í brekkunni fyrir ofan skálann. Við vorum þarna mættir um kl:17:00 og eftir að hafa borið allt okkar hafurtask niður eftir og komið okkur fyrir var ekkert til fyrirstöðu að gera lærið klárt og kynda upp í kolunum. Til þess verk var að sjálfsögðu kolakyndimeistari V.Í.N. fengin til þess verks og klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, jafnvel þótt bara helmingur grillvökvanns hafi verðið brúkaður þarna. Það var svo farið út með reglulegu millibili til að snúa lærinu ásamt því að gera sósuna klasísku, við grilluðum líka kartöflur, Toggi fann til gras og svo gular baunir. Þetta var kvöldmáltíð sem ekki klikkaði nema e.t.v að lærið var í það minnsta. Dugði þó. Eftir kvöldmat og uppvask var farið í eldspýtnapóker með misjöfnum árangri og stóðu menn eftir misskuldugir við bankann. Gaman að því. Seinna um kvöldið er við láum afvelta eftir átveisluna þá heyrðum við torkennilegt hljóð úti og einhvern umgang. Ekki vorum við vissir hvað þetta væri og byrjuðum við að telja alla inní herberginu og vorum við það fimm eða allir. Þetta reyndust vera eitthvað fólk sem var þarna á ferðinni samtals 3.stk sem höfðu m.a gengið á Heklu fyrr um daginn og lýstu stórskostlegu útsýni fyrir okkur. Það kom sér fyrir uppi og eftir að hafa gert það, þá gera það, þá kom það niður og hóf að spjalla við okkur og við við þau til baka. Einhvern tíma milli 23:00 og miðnættis ákvæðum við að gera okkur heilsubótargöngu upp að bílinum og síma þar í fólk sem var í bænum með öræfaótta og láta vita hvað það væri gaman hjá okkur og hvernig veðrið og skyggnið væri. Þeir sem urðu fyrir barðinu á okkur voru þeir Gvandala-Gústala og Jarlaskáldið. Þegar þessu var lokið og við komum niður í skála var hitt fólkið komið í koju og slíkt hið sama þurfti líka að gera við Höska og var honum komið í bælið þar sem hann var varla standandi vegna ,,þreytu´´ af einhverjum ókunnum ástæðum. Fljótlega eftir það voru flestir komnir í bólið og á stefnumót við Óla Lokbrá.

Rúmlega 09:00 á sunnudagsmorgninum opnuðu flestir augun. Menn voru fó missnöggir á lappir eins og gengur í bransanum. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var pakkað niður og þar sem engin fulltrúi hreingerningardeilar var á svæðinnu þá varð það dapurlegt hlutskipti Dónasviðs Jeppadeilar að stunda tiltekir. Verður þó að segjast að slíkt tókst alveg að afbrigðum vel þrátt fyrir dapurlegt ástand útbúnaðar til slíks. Við urðum þess svo heiðurs að vera þeir fyrstu til að kvitta í nyja gestabók sem við komum með úr bænum. Rétt fyrir hádegi var svo lagt í´ann og með stefnuna niður. Þegar við komum að vegamótunum ákváðum við að halda niður á Dómadal og jafnvel að kíkja í Laugar ef vel myndi liggja á okkur. Það gekk bara nokkuð vel hjá okkur og notuðu sumir tækifæri þegar stoppað var til lestrar. Við vegamótin á Dómadalsleið stoppuðum við til að dæla lofti í dekk. Slíkt hefur verið gert áður á þessum nákvæmlega stað. Þar hittum við kappa einn sem var á ferðinni á Sportara og hafði gist í tjaldi um nóttina. Því næst var brunað í Landmannalaugar og þar var í lauginni fólkið sem var í Skerinu um nóttina og tjáði það okkur að laugin væri köld. Sú politíska ákvörðun var tekin að sleppa lellahlaupi í þetta skiptið. Laugin verður að bíða betri tíma þannagað til seinna í vétur og þá verður vonandi betra hlutfall gjafvaxta kvenna með í för. Leiðin lá svo bara í Hrauneyjar þar sem loftpressa staðarins var nytt ásamt því að heilsa upp á biskupinn. Þarna er í gangi ljósmyndasýning vegna fyrstu bílferðar yfir Sprengisand sem var nokkuð áhugverð. Þar sem þeir selja ekki pylsur þarna var ákveðið að drífa sig á næsta pulsusölustað eftir að sumir höfðu klárað ábótina á kaffinu. Pylsur voru snæddar í Árnesi og eftir að mannskapurinn hafði sporðrennt nokkrum pulsum var ekkert betra nema koma sér heim í sunnudagssteikina. Úrvalsdeild ferðarinnar endaði svo helgina í bíó um kvöldið.

Þökkum þeim sem með fóru
Jeppadeild Dónasvið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!