sunnudagur, ágúst 17, 2003

Fyrir ykkur sem ekki sáuð fréttir á Stöð 2 í kvöld þá verð ég nú að láta ykkur vita hvern ég sá þar á skjánum. Það var að sjálfsögðu verið að fjalla um menningarnóttina. Það var farið í bæinn í dag og fólk spurt út í gærkvöldið og eitthvað svona skemmtilegt. Enda þeir svo fréttina á því að segja eitthvað í þá áttina að eflaust væru margir enn að jafna sig eftir kvöldið. Sýna þeir þá um leið mynd af manni sofandi á bekk niðri í bæ í sólinni í dag. Já ykkur dettur örugglega einn félagi okkar strax í hug þegar þið lesið þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þið hafið hitt naglann á höfuðið enda er það ansi kunnugleg sjón að sjá hann Styrmi sofandi á hinum ýmsu stöðum. Var hann að sjálfsögðu kominn úr skónum svona til að ná betra jarðtengingu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!