sunnudagur, janúar 17, 2016

Öskjuhlíð í ReykjavíkSvona í tilefni þess að árið 2016 er gengið í garð og það fyrir rúmum tveimur vikum síðan og eins áður hefur verið minnst á þá er ekki seinna vænna en að klára að gjöra árið 2015 upp. Sunnudag einn í október fóru nokkrir knáir piltar í Öskjuhlíðina til leika sjer þrátt fyrir sá rigningarúða í lofti. En þarna voru á ferðinni:
Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800
Bergmann á Merida One Sixty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro FSR Expert Carbon 29 

Piltarnir léku sér að vanda og höfðu gaman af. Líkt og í öllum betri ferðum þá á maður aldrei að sleppa góðu brasi. T.d sleit Maggi á móti keðjuhlekk en því var reddað fljót og örugglega enda menn með ölld helstu verkfæri og varahluti. Síðan sprengdi Matti Skratti. En í það minnsta skemmtilegur dagur

Sé áhugi hjá fólki má skoða myndir frá deginum hjer

Kv
Hjólheztadeildin

2 ummæli:

  1. og líka bara komið nýtt look á síðuna .. allt að gerast :o)

    SvaraEyða
  2. Ég ber ekki ábyrgð á því. Hafi sá þakkir fyrir

    SvaraEyða

Talið!