þriðjudagur, apríl 14, 2015
Páskar: Laugardagur
Já laugardagurinn fyrir páskadag rann upp og ekki er beint hægt að segja að hann hafi verið bjartur og fagur. Eiginlega var bara rok og rigning enda kom það á daginn að þeir lokuðu snemma þann daginn vegna veðurs. En auðvitað létum við það ekkert segja okkur til heldur drifum okkur upp í fjall og ætluðum bara að leyfa Skottu að taka nokkrar bunur. En það kom svo fljótlega á daginn að það var ekki góð hugmynd enda var lognið eitthvað mikið að flýta sér þann daginn.
En dagurinn var svo sem ekki ónýtur. Við kíktum bara aðeins inní Eyjafjörðinn, förum m.a í Jólahúsið og bætum aðeins í safnið. Síðan förum við yfir Eyjafjarðará og komum við á Kaffi Kú í hádegismat. Þar var matarmikill gúllassúpa í boði og síðan kaffi á eftir. Að loknum mat var aðeins kíkt í fjósið. Alveg óhætt að mæla með stoppi þarna og má búast við því að yngri kynslóð V.Í.N.-verja hafi gaman af líka.
Er oss komum svo aftur til Agureyrishkaupstaðar lá leið oss í ammæli til systurson Litla Stebbalingsins. Eftir ammælisveizluna var svo matur sem samanstóð af þýzkum nautalundum, norðlenzku rolluafturhásingu og heimagerðri bernaise sósu. Svo þennan dag var sum sé lítið annað gjört en að éta. Stundum er það bara vel
Annars má skoða myndir frá deginum hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!