mánudagur, apríl 13, 2015
Páskar: Flöskudagurinn langi
Það var kominn upp föstudagur og ekki það enginn venjulegur flöskudagur heldur sjálfur flöskudagurinn langi. Við hjónin nýttum okkur aðstöðuna þ.e ömmuna til að sofa aðeins frameftir morgni. En svo var komið að því að drífa alla upp í fjall og fara að renna sér. Reyndar var ætlunin að byrja daginn á Töfrateppinu með Skottu og fara síðan upp í fjall til að renna sér. Þetta plan gekk upp í megin atriðum og Skotta stóð sig bara vel á skíðunum en ekki svo sem ætlunin að þreytta fólk af montsögum af frumburðinum.
Klukkan var svo rúmlega 14:00 er oss höfum skíðun en áður höfðum vér rekist á Stebba Geir niður við Hótel og að sjálfsögðu urðu þar fagnaðarfundir við að hitta þann höfðinga og einn af V.Í.N.-The founding fathers. En hvað um það.
Ekki er beint hægt að segja að mjög mikið hafi verið um manninn í Hlíðarfjalli þennan langa föstudag og tókst oss bara vel að nýta þessa tvær klukkustundir. Færi var með ágætum en það er alltaf gaman að renna sér þó svo það hafi aðeins verið hart á köflum. Eins og áður sagði var ekki mikið um fólk sem var að þvælast fyrir svo þetta var hið prýðilegasta allt saman. Vér komum svo aftur heim og fá var heilalaus bíómynd að byrja á Skjánum með Adam Sandler og vel við hæfi að skola einum Páskabjór niður með þeirri ræmu. Síðar um kveldið gjörðumst vér svo menningarleg og skelltum oss í Hof eða Óhóf til að berja augum og leggja við hlustir söngleikinn um Jésús Kr. Jósepsson Ofurstjörnu.
En alla vega þá má skoða myndir frá deginum, mezt frá skíðadeginum, hjerna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!