sunnudagur, janúar 25, 2015
Sumarið er tíminn
Dömur mínar og herrar.
Nú fyrir helgi kom fram erindi í vinnunni hjá Litla Stebbalingnum um að fyrir 1.feb nk þyrftu starfsmenn að vera búnir að sækja um sumarfrí. Svona frekar í fyrri kantinum. En hvað um það.
Líkt og margir í þessum félagsskap þá ræðst sumarfríið af því hvenær starfsfólki leiksskóla bæjarins þóknast að fara í sumarfrí. Á reyndar eftir að komast að því hjá undirrituðum en hvað um það.
Nú er bara Litla Stebbalingnum smurt.
Er einhver áhugi og vilji hjá gildum limum þessa félags að skella sér saman í sumartúr í sumarfríinu. Hvort sem það er að hluta eða allt skiptir ekki öllu.
Alla vega fóru Hólmvaðsfjölskyldan og Twistklanið saman í nokkra daga túr í fyrra. Með nokkrum óvæntum atvikum en það er bara til að hafa gaman að. Það hefur amk verið rætt lítillega að endurtaka leikinn á sumri komandi og jafnvel gjöra aðra tilraun við norðanverða ve(r)stfirði svona amk ef veðurguðirnir verða oss hliðhollir. Það væri amk gaman að heyra hljóðið í fólki sé það farið að spá í sumarið
Kv
Sumargleðin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Við verðum líklega geim ef tímasetningar henta
SvaraEyðaÆtti að vita í lok dags hvenær Skotta verður í sumarfríi í leikskólanum sínum. Svo er bara að finna hentugar dagsetningar fyrir mann sjálfan því maður þarf jú að reyna tryggja sér frí fyrir 20 ára Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð svo maður komust jú örugglega með
SvaraEyðaEn jú annars snilld hjá ykkur Bergmann&Co ef allt hentar að vera með
SvaraEyða