miðvikudagur, janúar 28, 2015

Fjórði í skráningu 2015 AD

Já komið sæl og blessuð þessa vikuna.
Þá er komið að þessu vikulega, sem er vonandi skárri en þessi mánaðarlega heimsókn Rósu frænku hjá veikara kyninu, en hvað um það.
Líkt og ekki ætti að hafa farið framhjá nokkrum kjafti þá ku þessi Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verða 20 ára ammælis ferð. Já fyrir 20 árum síðum vorum við í (Blaut)Bolagili að drekka frá okkur ráð og rænu í rigningu og sudda. Elli sprelli var nú reyndar edrú það kveldið og fór sagnaritari með honum á Gleði græna risanum yfir í Húsadal þar sem menntaskólanemar þess tíma voru að njóta sín í íslenzkri náttúru. En síðan þá hefur bæði gráu hárunum fljólgað, sem hárið minnkað hjá sumum en fleztir eiga það þó sameiginlega að vera komnir með meira mitti. Enda ófáir bjórar sem hafa haft þar viðkomu á þessum 20 árum.. Jæja en nóg um söguskýringar. Sjálfsagt verða sagðar margar sögur Helgina og taka skal það fram að þær verða allar sannar.

En komum okkur bara að nafnalistanum góða þessa vikuna

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann



Ammælisjeppar:

Willy (af gömlum vana)


Eins og sjá má þá fer skráning hægt af stað en slíkt hefur nú gjörst áður svo óþarfi að fara á taugum yfir því. En kannski ekki úr vegi að minna fólk á hvernig þetta fer fram. Fólk einfaldlega tjáir sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þar sem það nefnir sig og jafnvel sína á jafn og þá er skráning komin. Einfalt, fljótlegt og þægilegt

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!