miðvikudagur, janúar 07, 2015

Fyrsti í skráningu 2015 AD

Já gott fólk þið lásuð rétt. Þar sem nýtt ár kom fyrir tæpri viku síðan þá ætti það tæpast að koma neinum á óvart að skráning fyrir 20 ára ammælis Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2015 er hafin og nokkrir einstaklingar komnir á skrá. Er það vel.

Það hefur nú eitthvað vatn runnið til sjávar á þessum 20 árum og margar sögur orðið til. T.d af rauðhærða demparagyðingnum sem fékk, árið 1995, greiddar 10.000 íslenskar nýkrónur þá talsvert minna verðlausar en í dag, hjá einhverjum gaur til að sækja kærustu hanz í Stóru Mörk en þá vildi ekki betur til en svo að kella hafði fundið sér far innúr. Svo þetta var fýluferð nema fyrir vezkið hjá rauðhærða demparagyðingnum. Líka fer það í sögubækurnar þessa fyrstu ferð að sólin á Íslandi hefur aldrei verið eins sterk eins og frá miðjum laugardeginum og fram á sunnudag. Svona amk ef marka má öll þau brenndu bök og axlir sem komu heim eftir þessa fyrstu Helgina,

En nóg af söguskýringum, jafnvel er von á fleirum næztu vikur hver veit? Er ekki bara málið að koma sér að listanum góða


Eins og kom hér fram að ofan hófst skráning í síðustu viku og fór bara sæmilega af stað en ekki eins vel og hér fyrir eins og 8 árum. En hvað um það nú eru breyttir tímar.

Ammælisgeztir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy


Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!