miðvikudagur, september 10, 2014

Sumartúrinn 2014: Tíminn líður hægt



Það var búið að skilja Polly eftir á verkstæði og ætlaði kauði að byrja á vagninum seinni part dags svo ekkert var annað gjöra en að bíða rólegur frétta, taka síðan stöðuna þegar eitthvað kæmi í ljós.
En alla vega eftir að hafa vaknað og klárað allt sem tilheyrir að í kjölfarið á því var farið í smá bíltúr. Eftir að hafa heyrt hinar ýmsu sögur var rúllað suður að Hrafnagili til að sjá mannmergðina sem átti að vera þar. Það er óhætt að segja að tjaldstæðið á Hrafnagili hafi verið vel nýt en auðvitað þurftu menn líka að leggja við hliðina á hjól-eða fellihýsinu sínu en það voru ekki margir fermetrar lausir þarna. Eftir þennan rúnt tók bara við hádegismatur en við rúlluðum í Kristjánsbakarí í göngugötunni og snæddum það. Dagurinn var síðan m.a nýttur í viðhaldsvinnu á kæliboxinu.
Síðan í kveldblíðunni þá snæddum við kveldgrillmatinn svo utan dyra en það var skemmtileg tilbreyting. Síðar um kveldið kom stóri dómur. Bifvélavirkinn hringdi og tjáði oss að Polly hafði beygt ventla svo ekki var hann að fara lengra þetta fríið. Þá var ekkert annað í stöðunni en að semja við kauða og endurtaka stöðuna allhressilega.
En þess má geta að Hólmvaðsklanið hafði lagt leið sína á Mývatn og slegið upp tjaldbúðum á Hlíð.

En fyrir áhugasama má sjá myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!