sunnudagur, september 14, 2014

Sumartúrinn 2014: Garðar Svavarsson



Það vildi svo skemmtilega til að er oss vorum á Mývatnsslóðum voru einmitt mærudagar á Húsavík. Var því niðurstaðan að kíkja westur á Húsavík yfir daginn. Áður en til þess kom hafði meistari Stebbi Geir boðið allri hersingunni að koma yfir í fjölskyldióðal sitt um kveldið og fá afnot af grillinu þeirra. Svoleiðis höfðingsboði er ekki hægt að hafna. Þegar til Húsavíkur var komið þurfti auðvitað að byrja á því að renna við í sérvöruverzlun ríkizins og bæta þar á birgðirnanr. En dagurinn fór bara í almennt rölt eins og kerlingin sagði eittsinn ,,sýna sig og sjá aðra". Við ma hittum sjálfan Neil Armstrong eða fyrsta manninn sem fékk sér ostbita úr tunglinu og pabbi Lance Armstrong. Sumir prufuðu sjókajak eða humarsúpu. Við enduðum daginn á heimsókn í Lystigarðinn áður en við fórum í nýlenduvöruverzlun. Rétt áður en við renndum svo út úr Húsavík hringdi hinn mikli stórmeiztari Kári Smartís. Kauði er jú fluttur norður og það á Laugar í Reykjadal. Ákveðið var þarna á símafundi að við myndum renna yfir á messdag í kaffi.

Er komið var aftur á Hlíð var bara farið að undirbúa kveldmat og röltum við svo yfir í Reykjahlíð uns við komum að höfðingsetri Stebba Geirs&Co. Þar buðu þau oss upp á sósu með matnum ásamt salati síðan var líka opin rauðvínsbelja sem var smakkað aðeins á. En þetta var skemmtileg heimsókn og alltaf gaman að hitta á gamla vini og eiga gott spjall. Þökkum við þeim Stebba og Hildi kærlega fyrir konunglegar móttökur.

Skyldi einhver hafa áhuga á því sem dreif á dag okkar þarna þennan dag má forvitnast hjer

2 ummæli:

  1. Alveg þrælfínn dagur. Hiti um og yfir 20 stig.

    SvaraEyða
  2. Maður var einni gráðu frá því að verða pungsveittur, en dagurinn góður og félagsskapurinn enn betri

    SvaraEyða

Talið!