föstudagur, ágúst 15, 2014

Sumarið 2014: Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð-messudagur



Svona eins og gengur þá vaknaði fólk bara á messudag þegar það vaknaði. Eins og venjur gjöra ráð fyrir var ástand manna og kvenna æði misjafnt. En þó ekki eins og það var fyrir nokkrum árum síðan. Smurning hvort aldurinn sé eitthvað farinn að segja til sín. Um það má reyndar efa stórlega um.
Vel viðraði messudagsmorgun og vel fram yfir hádegi en svona rúmlega 1400 fór að þykkna upp og sást til rigningarskýja, já þessara sem fela sólina af illgirni, þá var ákveðið að taka saman tjöld og pakka niður í snarhasti.Það passaði líka því stuttu síðar fór að rigna svona gróðraskúr. En óhætt að segja að allir hafi svo yfirgefið Goðaland sáttir.
Að lokum sá svo geta þess að þetta var 19.árið í röð sem V.Í.N. fer í sína árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð svo á næzta ári verður stórhátíðarferð.
Myndir frá messudeginum svo svo skoða hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!