miðvikudagur, ágúst 20, 2014

Sumarið 2014: Agreyrish-Dagur 5



Það var kominn laugardagur og loks farið aðeins útfyrir bæinn. Svo sem ekkert frumlegt en komið við á einum stað þar sem Litli Stebbalingurinn hafði aldrei komið á áður. Það var sum sé Hjalteyri. sem um ræðir. Þar eru nokkur hús, varla meira en húsaþyrping og gömul síldarverksmiðja frá Kveldúlfi, Það var nú samt gaman að koma þarna. Snyrtileg hús og vinaleg svo að auki nokk merkilega saga á bakvið síldarverksmiðjuna. Demantur fyrir sögunörd eins og Litla Stebbalinginn.
Bíltúrinn hélt áfram í norðurátt, gegnum, Dalvík og Ólafsfjörð síðan gjörður stuttur stanz á Siglufirði. Á bakaleiðinni var rennt við í kaffi og vöfflur hjá bræðrum frá Bakka í Svarfaðardal á kaffihúsi Gísla, Erík og Helga á Dalvík. Má mæla með því. Síðan var bara ekið sem leið lá aftur til Agureyrish
En alla vega þá eru myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!