fimmtudagur, ágúst 14, 2014

Sumarið 2014: Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð-Laugardagur


Laugardagur kom og svo sem fór líka. En það var eitthvað brallað á þeim degi. Við byrjuðum daginn á því að vakna, bara eins og svo marga aðra daga, síðan eftir morgunkaffi, kökur, hádegismat og ýmislegt slíkt fleira var kominn tími á að hreyfa sig aðeins. Reyndar hafði aðeins bæst í flóruna og þar á meðal voru góðkunningjar okkar V.Í.N. liða þau Eyþór og Bogga á Landanum.
En alla vega þá höfðum við sett stefnuna á Langadal og er þangað væri komið skyldi rölt upp á Valahnjúk. Eldri Bróðirinn og Gömlu bræður slógust í för með oss. Gangan yfir og upp var svo sem tíðindalítill en fólk svo sem bara spjallaði á göngunni. Er upp var komið blasti við okkur frábært útsýni ásamt því að hrafnar Óðins voru þarna líka á vappi. En eftir toppamyndatökur og flöggun var haldið sem leið lá niður í Skagfjörðsskála. Rétt fyrir neðan toppinn hittum við Eyþór og Boggu með Katrínu á bakinu og var ákveðið að hnikra eftir þeim niðri í Langadal. Allir skiluðu sér svo aftur niður og töltu í samfloti aftur yfir í Bása. Þar tók svo bara við undirbúningur fyrir kveldmatinn og á meðan Krunka og Eldri Bróðirinn græjuðu humarinn frá Billa tóku feðgnin rölt um svæðið þar sem heilzað var uppá rauða ameríska skólabílinn og sníkt þar smá ís í forrétt. Er til bara var komið var kveldmáltíð við það að hefjast. Er allir voru orðnir mettir af mat og drykk tók við hefðbundin dagskrá. Brennan og svo bara almenn aðalfundarstörf fram eftir nóttu.
Sé vilji fyrir að skoða hvað dreif á þennan dag þá má gjöra það hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!