þriðjudagur, mars 08, 2011

Telemark festival

jæja allt að gerast fyrir telemarkfestivalið.

Dagskráin er ..
Kæru félagar

Telemark festivalið verður haldið næstu helgi. Norðanmenn hafa pantað nýsnævi í miklu magni til að gera festivalið hið veglegasta. Vegna gríðarlegrar snjókomuspár stefnir allt í að Telemarkfestivalið verði með örlítið breyttu sniði í ár, ef spár ganga eftir verður lögð sérstök áhersla á utanbrautarskíðun í nýsnævi. Skráning fer fram hér á Ísalp vefnum en þeir sem eru ekki með aðgang að vefnum geta skráð sig á 6914480@gmail.comÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Það er mikilvægt að skrá sig svo skipuleggjendur viti hvað margir mæta í matinn.

Dagskrá:

11. mars - föstudagur

Skíðað í púðrinu fram að lokun

12. mars - laugardagur

KL: 11:00 keppt í samhliðasvigi í karla- og kvennaflokki í Hjallabrautinni

KL: 16:00 Apres Ski Aldarinnar

KL: 20:00 Telemarkhóf á Vélsmiðjunni

13. mars – sunnudagur

Gengið upp á brún og skíðað nýjar línur í púðrinu

Í matinn á Telemarkhófinu verður Lambalæri úr sveitinni með öllu tilheyrandi.

- Verð 2850 kr.

- Tilboð á barnum

- Gildir líka sem aðgangsmiði á Kaffi Akureyri

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!