sunnudagur, desember 19, 2010

Lágt á mér risið



Rétt eins og hér var auglýst var ætlunin að halda áfram með sitt 35.tinda verkefni núna í gær. Þá var skundað upp á Lágafell við Sandkluftavatn í skammdeginu. Leiðangursfólk þennan dag voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir nokkra metra á sek. tókst að komast á toppinn og þar með sigra tind nr:28 í röðinni. Ekki nema 7 eftir.
Hér má svo skoða myndir út túrnum.

Svo um síðustu helgi var haldið norður þar sem ætlunin var að skíða eins og enginn væri morgundagurinn. En ekki voru norðanmenn á þeim buxunum að hleypa mér, aðkomumanninum, á skíði svo gönguskíði urðu bara duga á messudag. Það var hressandi og gaman að því.
Á laugardeginum var svo haldið í austurátt yfir í S-Þingeyjarsýzlu og til Húsavíkur. Þar var rölt upp á bæjarfjall Húsvíkinga þ.e Húsavíkurfjall í ljósaskiptunum. Svona til gamans má geta að þar voru á ferðinni þau:

Stebbi Twist
Krunka

Hér má síðan skoða myndir frá því

Svo er bara spurning hvort þetta sé búið í ár eða hvort maður nái einu til viðbótar fyrir áramót. Annars er bara planið að fara næzt þann 2.jan á nýju ári. Nánar auglýst síðar

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!