miðvikudagur, september 08, 2010

Reyndu að Haga(fjall) þér drengur



Sumir vilja meina að það sé komið haust og tilefni þess hélt starfsmannafélag undirritaðs sitt árlega sumarslútt um síðustu helgi. Þar sem það innihelt sveitaball á Gömlu Borg í Grímsnesi þótti það upplagt að gera úr því útilegu og fjallgöngu. Kjörið var að halda áfram með 35.tindaverkefnið og þar sem veður var ekki spennandi á laugardagsmorgun var tekin sú ákvörðun að halda austur fyrir fjall og meta þar stöðuna. Lendingin var að halda til haga og skundað var á Hagafjall í Gnúpaverjahrepp. Þennan dag var sá tuttuguogfyrsti toppaður í öskufoki og því var útsýni ekki eins mikið og af er látið. Sást ekki einu sinni til Heklu en rétt svo glitti í útlínur á toppnum á drottingunni.
Svo meðan ég man þá er kannski rétt að geta þess svona í framhjáhlaupi hverjir voru þarna:

Stebbi Twist
Krunka

Hagafjall mun seint teljast til mikila fjalla en var ágætt m.v þær aðstæður sem þarna voru og þann tíma sem okkur gafst.
Þegar niður var komið hófst leitin af opinni sundlaug á suðurlandinu og fannst hún á Geysi. Sú ku vera opin til 2200 öll kveld og neitaði starfsfólk á Hótel Geysi að taka svo við greiðslu. Afar hentugt. Svo var bara tjaldað, grillað og teigað öl.
Svo má sjá myndir úr ferð hér

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!