mánudagur, september 20, 2010

Heiðin Há



Síðasta laugardag skrapp Litli Stebbalingurinn í smágönguferð með nillahóp frá FBSR. Reyndar voru með í för þó nokkrir góðkunningjar og velunnarar V.Í.N. þó svo ekki hafi fleiri gildir limir verið með í för.
Líkt og fyrir tveimur árum síðan var haldið á Heiðina Háu en ólíkt sem var þá var veður eigi svo vont þetta árið. Annað sem breytt var að ekki var gist í skála heldur að sjálfsögðu var tjaldað, reyndar sá sem þetta ritar beiðogvakaði ásamt hinum inngengu sem gistu líka.
Á messudeginum var stefnan tekin á Helgafell með viðkomu hjá Þríhnjúkum og lítið aðeins ofan í Þríhnjúkahelli. Svo var bara skundað beinustu leið yfir hraunið að Helgafelli þar sem haldin var keppni í tjöldun, suðu á vatni og koma sér ofan í poka. Ferðin endaði svo á því að tölta upp á Helgafell.
Nú er því lokið að henda inn myndum frá helginni á alnetið og má skoða þær hérna

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!