sunnudagur, nóvember 01, 2009

Gamlar syndir

Já komið öll sæl og blessuð!
Það er gaman frá því að segja að nú um helgina tókst loks að vinna upp nokkrar gamlar syndir er varða myndamál hjá undirrituðum. Þannig var mál með ávexti að ekki hafði verið uppfært í dágóðan tíma. Er þar bæði um að kenna almennri leti og hugsskap sem líka tæknilegra erfiðleika þá á erlendri grundu. En hvað um það ári kennir illur ræðari.
Komum okkur að því sem máli skiptir,ef einhver nennir að skoða þessar blessuðu myndir. Þó nokkur ný albúm hafa litið dagsins ljós frá því er hjólað var hringinn í kringum Skorradalsvatn hér snemma á haustdögum. Þar má telja,frá Þverun straumvatna með FBSR, 3tugs ammæli litla Húnans, haustferð FBSR, sundferð þriggja ofurmenna í Reykjadal, fjallabjörgunarnámskeiði, Agureyrishferðar og nú síðast námskeið í Leitartækni hjá FBSR. Vonandi einhverjir hafi gaman og jafnvel gagn af þessari stafrænnu tækni sem gerir fólki kleift að skoða svona lagað.

Fleira var það ekki að sinni

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!