sunnudagur, júlí 12, 2009

Kút og korkur

Nú komandi þriðjudag heldur V.Í.N.-ræktin sína dagskrá. Þá er ætlunin að halda í Glymsgil og rölta það inn til enda.
Eitt gæti þó verið vandamál, amk fyrir suma, en það er að redda sér þurr/blautbúning. Svo fyrir þá sem ekki geta orðið sér úti um slíkan búnað er smurning að gjöra annað í staðinn eins og td að rölta upp á einhvern hól nú eða taka léttan hjólatúr. Spurning um hvað líkaninn leyfir eftir átök helgarinnar amk hjá þeim sem þetta ritar. Hafi fólk áhuga að gera eitthvað n.k þriðjudag annað en bleyta sig er það hvatt til að leggja höfuðið í bleyti og láta ljós sitt skína. Sömuleiðis væri gaman að heyra hverjir hafa og geta reddað sér viðeigandi fatnað á samt kúti og korki. Endilega verið ófeimin í athugasemdakerfinu hér að neðan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!