mánudagur, júlí 27, 2009

Básagæsla og Kálfstindar



Það hefur nú aðeins á dagana drifið frá því síðast og þanning séð ekkert slegið slökku við. Fyrst ber að nefna gæslustörf um helgina en 3 vaskir V.Í.N.-liðar lögðu leið sína í Bása til sinna þar gæslustörfum fyrir FBSR. En þetta voru

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið

Skemmst er frá því að segja að helgi þessi var með rólegasta móti enda mjög fámennt í Básum þarna og líka kalt í veðri svo allir fóru snemma að sofa. Sem var jákvætt eða allir svona hræddir við gæslumenn dauðans. Langi einhverjum að sjá hvernig svona fer fram má skoða það hér



Svo í dag var sumarfríð aðeins notað og þá ekki bara til að sofa heldur líka aðeins til útiveru. Ákveðið var að skunda á Kálfstinda í smá síðdegistölt. Allir þ.e

Stebbi Twist
Krunka

Komust upp og niður þrátt fyrir mikið moldviðri en gríðarlegt moldrok var ofan af hálendinu og skemmdi það aðeins útsýnið sem og skíta út hárið og fylla augun af mold. En það bara herðir mann. Auðvitað má sjá myndir úr göngunni hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!