sunnudagur, maí 13, 2007

Vífilsfell




Svona í ljósi þess að kosningar eru nú nýafstaðnar er því vel við hæfi að líta hér til hægri og sjá þar á V.Í.N.-ræktinni að næst á dagskrá er ganga á Vífilsfell.

Já, V.Í.N.-ræktin er kominn á full og hafa verið farnar alveg tvær heilar ferðir, sem vill svo skemmtilega til að hafa einmitt verið þessar tveir auglýstu sem ætti að fara, og bæði skiptin hafa tveir einstaklingar fyllt þessar ferðir. Tilraun til uppgöngu á Eyjafjallajökull þar sem Tiltektar-Toggi og Magnús frá Þverbrekku fóru og svo hjólatúr í hringum Úlfarsfell og þar stigu á sveif Stebbi Twist og Maggi á móti.

Yfirstjórn göngudeildar hefur nú ákveðið, upp á sitt eins dæmi, að flýta göngu á Vífilsfell um einn dag. Þ.e. fara á mánudag 14.05.07 en ekki þriðjudaginn 15.05.07 eins og áður hefur verið auglýst. Er þetta gjört vegna skyndilegs menningaráhuga göngudeildar sem þarf að sinna á þriðjudag sem og á miðvikudag.
Þá er það sem sagt komið á hreint að farið verður á mánudag en ekki þriðjudag og bara í þetta eina skipti a.m.k. þanngað til annað kemur í ljós. Fólk er bara hvatt til að fylgjst með um hvert skal halda þá vikunna ásamt því að skella sér með.

Nú er bara að fjölmenna á Vífilsfell og því eru allir velkomnir með

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!