mánudagur, maí 07, 2007

Stígið á sveif

Eins og sjá má, hér til hægri, er V.Í.N.-ræktin hafin. Hún byrjaði með tilraun til göngu á Eyjafjallajökull síðasta þriðjudag sem tvær keppur fóru í meðan aðrir voru uppteknir við eftirlits-og undirbúningsstörf. En nóg um það.
Nú skal halda áfram og næst er það hjólhestatúr í kringum Úlfarsfell. Það er sem sagt kominn tími á að dusta rykið af hjólfákunum og dæla lofti í gúmmíbarða þess og koma sér af stað.
Eins og áður sagði er stefnan tekin á fara hringinn í kringum Úlfarsfellið á morgun, þriðjudaginn 08.05.07. Hittingur er við Gullinbrú . Fyrir þá sem ekki eru búsettir í Grafarvoginum er málið að fara yfir brúna, eða öllu heldur væri réttara að fara undir brúna, beygja til hægri og fara sem leið liggur ca 40 m í austurátt. Þar eru bekkir og skilti á vinstri hönd. Á þessum stað er staðarhittingur og á tímanum 19:45. Þaðan verður haldið sem leið liggur uns við ljúkum hringnum.

Allir velkomnir með

Kv
Hjólasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!