þriðjudagur, apríl 03, 2007

Páskasprell

Jú góðan daginn

Upp hefur komið sú hugmynd að nú þurfi VÍN-gengið að kreista á sér bumbuna til fjalla og nýta einhvern af komandi "jesúdögum" til þess.

Í tilefni þess að rigningu er spáð alla páskahátíðina nema skírdag þykir "jesúdagur hinn fyrst" tilvalinn til bumbukreistu.

Plottið er að prjámast upp Hekluna og drösla plönkum og/eða einblöðungum með.

Sumsé:
"Jesúdagur hinn fyrsti" + Góð veðurspá....skv. mbl.is og ekki lýgur Styrmir...nema stundum!!!! + Góðir ferðafélagar + Taka daginn snemma...ræs úr bænum fyrir 08:00......er í bjartsýniskasti!!! + Druslast upp Hekluna annað hvort frá Skjólkvíum eða yfir Hraunið...lövlí + draga planka tvo eða einblöðung með + súpa af einum bjór á toppnum + ".....á skíðum skemmti ég mér.... niður suðvesturhlíðar fjallsins...." + komið niður í bíl + monta sig alla páskana yfir afrekinu = PRÝÐILEGT PLAN

kv
Gölturinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!