föstudagur, apríl 27, 2007

Fram þjáðir menn í þúsund löndum


Eins og sést í pistlinum hér fyrir neðan stefnir heilsuræktardeild VÍN á að fagna verkalýðsdeginum með því að arka upp á fjall, líklegast Eyjafjallajökul. Innan VÍN er einnig ört stækkandi deild öryrkja og letingja sem hefur andstyggð á líkamlegri hreyfingu og í raun öllu sem stuðlar að bættri heilsu. Er það ætlun deildar þeirrar að fagna baráttudegi verkalýðsins með undirbúningsferð í Mörkina mánudagskvöldið 30. apríl, slá þar upp tjaldbúðum, grilla sperðla og syngja baráttusöngva, og jafnvel möguleiki að einhver hlekki sig við vinnuvélar ef stemning verður fyrir því. Öllum er velkomið að slást með í för, hvað sem þeir hafa í hyggju, t.d. er ekki svo ýkja langt í Eyjafjallajökul frá Mörkinni ef menn eru að spá í því.

Öryrkjadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!