laugardagur, apríl 21, 2007

Sumri fagnað


Samkvæmt venju var haldið á Snæfellsnes á síðasta vetrardag með það fyrir stafni að skunda upp á Snæfellsjökull og taka þar fagnandi á móti sumri. Allt hefðbundið enda V.Í.N. félag hefða eins og nokkrum sinum hefur komið fram áður. Það voru sex manns sem heldu á Nesið þó svo að einungis 4 þeirra settu markið á Snæfó-jökull.
Kaffi og Fatlafólið fóru í fyrra fallinu á Fífí og gerðust með því ,,White RV trash´´ . Að auki ætluðu þeir sér ekki í neina sumargöngu og gátu því ekki gist í tjaldi. Á eftir þeim komu svo þeir sem ætluðu að ganga og gista í tjaldi, enda komið sumar og tími á að viðra tjöldin. Þetta voru

Stebbi Twist
Maggi Móses

á Jenson sem farartæki

og síðan

Gvendur Dúllari
Magnús frá Þverbrekku

á Gullna hananum, sem kom þeim á milli.

Drengirnir tóku vel á móti okkur er komið var á Arnarstapa og gáfu af sér einn kaldann. Fór allt frekar rólega fram og fljótlega eftir að menn voru búnir að tjalda var komið sér ofan í poka. Þrátt fyrir að vetur og sumar hafi frosið saman þá sváfu allir eins og ungabörn og engum varð meint af.

Risið var úr rekkju á níundatímanum að morgni sumardagsins fyrsta þ.e.a.s þeir sem ætluðu sér að ganga og skíða. Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var haldið upp í moti. Ekki fór nú Jenson langt, enda varla við miklu að búast og var því fjórmennað í Hilux til að komast ofar.
Var það samdóma álit að snjóalög væru með mesta móti m.v. síðustu ár og var svo parkerað aðeins fyrir neðan lyftu. Uppganga gekk með ágætum og var toppað eftir einhvern tíma í lapp upp í móti. Skyggni var gott til að byrja með en ekki svo gott þegar toppurinn nálgaðist og á tímabili sást varla út fyrir buxnaklaufina. En hvað um það. Færi var svona og svona. Klaki á köflun, þó ekkert Heklufæri.
Niðurferð gekk svo eftir atvikum og þrátt fyrir vinstri sveiflu á skiluðu sér allir á réttann stað að lokum. Það verður að segjast að færið við skíðalyftuna var nokk skemmtilegt og gerði þetta ómarksins virði.

Eftir að niður var komið var ákveðið að aka út fyrir Nesið og enda þetta á léttum bíltúr. Var það hinn fínasti bíltúr með nokkrum myndastoppum, á Hellissandi pulsuðu við okkur upp og kaffipása á Stykkishólmi þar sem enginn þurfti að gera stykkin sín þar í hólmanum.
Fínasti túr með góðri göngu og bíltúr í lokin. Takk fyrir túrinn.

Þar sem hirðljósmyndarinn á við tímabundina fötlun við að stríða þessar vikurnar þá var hann ekki með upp á jökull en hann var á láglendinu ásamt Haffanum og tók þar nokkrar myndir sem má skoða hérna

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!