föstudagur, júní 16, 2006

Fimmvörðuháls

Göngudeildin setti sig í samband við hinn aldna perra núna í vikunni. Ástæðan er sú að gamli skarfurinn er víst gildur limur í ferðafélagi einu er nefnist Útivist. Það vill nefnlega svo skemmtilega til að Útivist er aðstöðu í Básum og selur þar tjaldstæði. En það kemur sér vel fyrir áætlaða gönguferð yfir Fimmvörðuhálsinn n.k. helgi eða Jónsmessunna.
Hugmyndin var að Öldungurinn myndi reyna að notfæra sér klíkustarfsemi sína og fá meðlima afstátt fyrir okkur hina líka.Hann stóð sig í stykkinu og talaði við þá.
Það þarf víst ekkert að panta en fyrstir koma, fyrstir fá. Svo nú er bara smurningin þarf að fara innúr á fimmtudeginum eða ætla einhverjir innúr á flöskudeginum með dótið og skutlast svo á Skóga á laugardeginum.
Svo á ekkert að láta veðurótta stjórna lífi sínu eða öræfaótta. Bara drífa sig yfir hálsinn. Það væri nefnilega ágætt að fá að sjá hve margir hafa hugsað sér að fara svo hægt sé að gera viðeignadi ráðstafarnir.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!