föstudagur, júní 02, 2006

Brottför



Jæja góðir hálsar, þá er loks komið að fyrstu "alvöru" útilegu sumarsins, allir komnir í gírinn, tilbúnir að skella pottunum á grillið og gulrót upp í... ja, látum það liggja milli hluta. Að höfðu samráði við sérlegan ferðafulltrúa í Suðurlandsdeild samgönguráðuneytisins hefir verið ákveðið að brottför verði úr borg óttans kl. 19.00 stundvíslega (sem yrðu mikil nýmæli í sögu VÍN ef tækist). Fregnir herma að sjálfur Öræfaóttinn muni mæta og því um að gera að grípa tækifærið til að sjá þessa goðsagnaveru sem flestir hafa heyrt um en fáir séð. Og svo allir saman:

Við kjósum Framsókn, bjartsýn við kjósum Framsókn, bjartsýn við kjósum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!