þriðjudagur, maí 30, 2006

Niðurtalningin hafin fyrir alvöru

Í ljósi þess að í dag er akkúrat mánuður í FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð er tími til kominn að spýta í lófana og hefja undirbúning fyrir alvöru. Framlag Jarlaskáldsins í þá veruna verður að sjá um að uppfæra daglega myndina hér fyrir ofan með myndum úr Merkurtúrum fyrri ára. Vilji menn koma með uppástungur að myndum til birtingar, eða, það sem e.t.v. líklegra er, benda á myndir sem þeir vilja ekki að birtist (hvernig mætti það annars vera?) mega koma skilaboðum til Jarlaskáldsins þar að lútandi með þeim hætti sem þeir telja best. Tekið skal fram að það er aldrei heitt á könnunni í Árbænum, en það er kannski kominn tími á það...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!