þriðjudagur, maí 23, 2006

Hvít Sunna

Þannig er mál með ávexti og vill svo merkilega til að í dag eru 10.dagar í helgina sem kennd er við Sunna einhverja sem kunn vera hvít. Jafnvel hvítari en undirritaður.
Annað sem er stórmerkilegt í þessu samhengi er að ef dregnir eru 2.dagar frá, þá munu vera 8.dagar í þessa ágætu helgi. Hitt sem ekki er síður merkilegt í sambandi við þetta allt saman er að ef það bætast við 2.dagar mundu það vera 12.dagar í þessa Jésúhelgi sem gefur oss frídag. Sem er mjög gott.
Jæja, en nú skal hætt allri kennslu í frádrætti og samlagningu. Enda er Litli Stebbalingurinn ekki kennslukona eins og Snorri hinn aldni perri.

Nú þegar hratt líður að þessari fyrstu ferðahelgi ársins, eins og einhverjir sjálfskipaðir spekingar hafa haft á orði, ber að huga að því hvert skal halda þessa einu löngu helgi. Þó svo sumir kunna að halda því fram að verzlunarmannahelgin sé löng og eftir þá skal það ítrekað hér að þeirri helgi er fyrir löngu ráðstafað.
En aftur að helginni sem kennd er við Sunnu hina hvítu. Það hefur viljað vefjast fyrir fólki hvurt skal halda þessa daga og ætlar undirritaður að koma með eina uppástungu. Hugmynd þessi er ekki frumleg, frekar en margt annað sem frá sagnaritanum kemur, en hvað um það. Látum hana flakka engu að síður.

Tillaga þessi er Skaftafell eða Skaptafell, man aldrei eftir hvor bróðirnium þetta er nefnd, og þá ekkert endilega með það í huga að fara á Hvannadalshnjúk. Það er svo nóg annað hægt að gera sér til dundur þarna og á næstu grösum.
Menn hafa líka nefnd norðanverða ve(r)stfirði og er það vel. Bezt að láta aðra um að tala um það.
Svo er bara orðið frjálst og fáir staðir svo slæmir að ekki megi athuga með að fara þangað dagana 2-5.júní n.k.

Svo að lokum þá virðist ekki vera vanþörf á því að minna á ferðafélagsauglýsingu svæðistjóra hér neðar á síðunni.

Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!