föstudagur, maí 12, 2006

Ferðafélagar óskast

Vegna aukinna verkefna leitum við að framúrskarandi einstaklingum til að gerast ferðafélagar í VÍN. Um er að ræða fullt starf í allt sumar. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi VÍN.

Helstu verkefni:
Umsýsla
Afstemmingar og eftirlit með bifreiðum og umsjón með innheimtu tekna.
Gerð ferða og aðstoð við utanumhald ferða.
Umsjón með viðveru og mannauð.
Samskipti við ýmsa aðila innanlands og erlendis.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Skólamenntun
Bílpróf er mikill kostur
Góð kunnátta í meðferð áfengra drykkja skilyrði
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni og samviskusemi.
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.

Athygli skal vakin á því að VÍN vinnur í samræmi við jafnréttisáætlun og hefur jákvæða mismunun að leiðarljósi við starfsráðningar. Umsóknir berist svæðisstjóra VÍN, eigi síðar en hinn 26. maí nk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!