fimmtudagur, júní 11, 2015

HeiðurmörkinNú dag einn þegar rétt rúmlega 1/3 var liðinn af maímánuði fór B2 í ófromlega hjólheztaferð um Heiðmörk eitt þriðjudagskveld. Nokkrir fulltrúar hjóladeildar V.Í.N. skelltu sér með og litu á það sem óbeina æfingu fyrir Bláalónsþrautina. En þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirnn á Wheller Pro 69
Viktor á Cube AIM SL 29"

Svo var fararstjórinn Haukur nokkur Eggertsson sem ætti að geta kallast góðkunningji.

En allavega sagnaritari ásamt Viktori slógust í hópinn við Svartaskóg og Eldri Bróðirinn neðan við Víkingsheimilið.

Leiðin lá frekar hefðbundið um eyjuna í Elliðaárdal, upp hlíðarnar neðan Hólahverfis í Breiðholti, yfir Elliðaár hjá brúnni við Breiðholtsbrautina og þaðan inn í Heiðmörk. Þar tókum við hringinn til vinstri og síðan heiðina og komum niður hjá Elliðavatnsbænum. Sum sé prýðilegasti kveldtúr en þrátt fyrir dagatalið þá voru slatti af sköflum á leiðinni enda var lofthitinn þetta kveld ekki hár.

En alla vega þá skulum vér ekki drepa þá sem nenna að lesa þetta með texta heldur má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!