þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Rétt eins og einstaklega glögga lesendur rekur eflaust minni til þá var brugðið á leik, hér á síðunni, fyrir nokkurum mánuðum síðan. Hvað er það? Spyrja sjálfsagt ýmsir þó ekki þeir sem eru munir. Við erum hér að tala um hin stórskemmtilega leik um 20000 gestinn á þessa stórbrotnu síðu V.Í.N. Það hefur ekki enn gefist tóm til að afhenda alla þá ótal glæsilegra vinninga sem þá voru í boði fyrir gest nr:20000, 20001 og 20025.

Nú þegar styttist í gest nr:25000 er ætlunin að endurtaka leikinn og bíða og sjá hver hreppir hnosið. Enn verða stórglæsilegir viningar í boði. Að tilmælum staðalímyndunnarhóp femínista verða vinningar kynjaskiptir en engu að síður glæsilegir. Ætlunin er svo að afhenda vinninga, þessa skemmtilega leiks og úr þeim síðasta, á aðalfundi Vinafélag Íslenskrar Náttúru sem haldin verður um leið og skíða- og menningarferð til Agureyris verður farinn þ.e. á sama stað. Nóg um það.

Kv.
Stemmti- og ritnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!