Benvenuto in Italia!
Í tilefni þess að 30 dagar eru til Ítalíuferðar okkar vil ég minna ferðalanga á að það þarf að greiða ferðina innan 28 daga fyrir brottför til að nýta sér 5% staðgreiðsluafslátt Úrvals-Útsýnar.
Jafnframt þætti mér gaman að vita hvort áhugi sé hjá mannskapnum að taka sameiginlegan langferðabíl til Reykjanesbæjar, slíkt myndi sennilega kosta um 1.500 kr. á mann án þess að gerð hafi verið ítarleg könnun á því. Gott væri ef Ítalíufarar myndu láta í ljós skoðun sína á því með því að nota athugasemdakerfið hér að neðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!