föstudagur, desember 16, 2005

Þessi síða hefur verið frekar líflaus síðustu daga, úr því skal bætt hér.

Í fyrsta lagi vill fjárreiðustjórn VÍN enn og aftur þakka Magga og Elínu kærlega fyrir að færa okkur nýjan VÍN verja og óskar þeim um leið til hamingju.
Í annan stað vill framkvæmdanefnd VÍN bjóða alla velunnara VÍN velkomna í aðventufagnað sem fram fer í N41 – 204 annað kvöld (lau. 17. des.). Reiknað er með að ísmaðurinn Ötzi líti við auk þess sem búast má við því að tveir fulltrúar VÍN í háskólum hérlendis rísi frá dauðum. Davíð Oddson verður því miður vant viðlátinn.

Segi þetta gott í bili, þakka þeim er hlýddu, góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!