Laugafell
Það hefur vart farið framhjá neinum af glöggum lesendum að jeppadeildin brá sér í ferð nú fyrstu helgina í nóvember. Ætlunin var að klára hringinn
um Hofsjökull sem tókst ekki í fyrra eins og glöggt fólkið rekur eflaust minni til. Einstaka sinnum á s.l. ári hefur verið minnst á Eyjafjarðardalinn og skóflu í eini og sömusetningunni.
Þrátt fyrir að Willy hafi hryggbrotnað ná var bara sníkt far hjá Haffa og komið sér úr bænum. Skáldið var haft í bænum til að sinna fréttaúthlutun en eftir þessa helgi hefur hann misst þá stöðu.
Um 19:00 á flöskudagskveldinu renndi Haffólfur í hlað í Logafoldina á sínum Lata-Krúser. Þar var kappinn ásamt Tiltektar-Togga sem átti að vera kóari hans. Það tók fljót af að hlaða Lata og því næst var Grafarvogurinn yfirgefin og haldið að Esso á Ártúnshöfða. Þar á átti að hitta afganginn af ferðafélögunum. Eftir að Flubbarnir voru mættir og menn gerðu sig klára að halda yfir heiðar mundi sagnaritarinn eftir því að hann ætlaði að verzla sér inn virt herratímarit fyrir húslesturinn. Var slíkt verzlað ásamt olíuvörum. Eftir að allir voru komnir, búnir að tanka og allt annað sem tilheyrir áður en haldið er í slíka för. Áður en komist var upp fyrir Rauðavatn þurfti Haffi að renna við á verkstæði einu og verða sér úti um væna flís af feitri garðslöngu til að hægt yrði nú að gefa Lata að drekka upp á regin fjöllum. Nú loks var komið sér út fyrir bæjarmörkin.
Eftir að hafa ekið yfir holt og hæðir í c.a. 40.min var komið í Hnakkaville. Þrátt fyrir dapurleg örlög er þar góður veitingastaður og þar var stanzað til að snæða. Halli Kristins var, af flestum, minntur á að skilja ekki debitkortið sitt eftir á bakkanum og síðan henda því. Öllum fannst þetta jafn fyndið ef undan er skilinn einn. Þarna var allur hópurinn saman kominn og í honum voru:
Haffólfur, Stebbi Twist og Tiltektar Toggi á Lata-Krúser.
Maggi Brabra, Stefán og ?????? á Pjattrol
Óli, Halldór og Steini á Toy LC 70 AKA Tvisturinn
Halli Kristins, með ykkur á Bylgjunni, Ragna og Ólöf á Tropper.
Einhvern tíma seinna urðu allir mettir og þá var komið sér af stað. Ekki gerðist mikið á leiðinni upp í Hrauneyjar. Verzt þótti nú sagnaritaranum að nýlenduvöruverzlunin í Árnesi skyldi vera lokuð svo ekki var hægt að heilsa upp á heimasætuna þar á bæ. Hana Huldu. Lati reynist ekki svo latur því við þremenningarnir þrír komum fyrstir í Hrauneyjar. Þar voru fyrir m.a. skyldmenni eins og tvo stk af Lötum-Robertum. Voru þeir á leiðinni í Laugar að sækja einhverja Land-Rover sem þar voru óbreyttir og fastir. Ekki leist þeim á við ætluðum að eiga nætur stað í dal þeim er kenndur er við nýtt. Ekki leið á löngu uns hinir af ferðafélegunum komu á svæið. Allir tönkuðu og greiddu sína skuld.
Skundað var svo af stað og með stefnuna á Nyja-Dal. Ekið var í átt að Sprengisandi og svo í stað að beygja inn á Sprengisandsleið var haldið áfram Kvíslaveituveg. Fljótlega eftir að beygt var út af Kvíslaveituvegi var komið að gati í veginum eða eiginlega vantaði bara veginn. Var það nefnd bara hélvítis gjáinn. Enda komust ekki allir yfir og þurftu að taka sveig framhjá. Gaman að því. Ekki leið á löngu uns gamanið byrjaði. Við fórum af upphleyptum vegi og við tók snjór. Ekki var nú mikill snjór en leiðinlegur var hann. Þurr foksnjór með þunnri skán og sykri þar undir sem nákvæmlega ekkert þjappaðist. Kom í ljós að bezt reynist að halda hæð því allar lægðir voru fullar af snjó, sem er mjög gott. Menn festu sig hér og þar og allur gangur á því hvort menn þurftu að þiggja spottann eða bara hjakka sig lausan. Svona gekk þetta í fyrstu. Eftir að inn á Sprengisand var komið fór að ganga aðeins betur. Það endaði eiginlega með því að við um borð í Lata stungum Flubbana a og vorum fyrstir að koma að skálanum. Hann reyndist vera læstur svo ekki komust við inn í hann. Það var þá ekkert annað að gera nema bara bíða um borð í bílnum. Gerðum heiðarlega tilraun til að berja South Park augum, svona til að stytta okkur aldur á meðan við biðum eftir hinum sem lyklavöldin höfðu. Einhverju seinna kom svo restin af liðinu en þá var tíminn að detta í 03:00 aðfararnótt laugardags. Allt á tíma, sjáðu. Alltaf er skálinn í Nýja-Dal jafn hlýlegur og vistlegur. Úti var ca 7.stiga frost og ekki var mikið hlýrra inni. Það var komið sér fyrir á neðri hæðinni, fengið sér að snæða. En áður en mönnum var hleypt í draumaheima sá Litli-Stebbalingurinn um húslestur úr sínu virta herratímariti. Þar var sagan um hina brjóstgóðu Andreu lesinn og ævintýri hennar í félagsfræði. Maður ætti kannski að gerast félagsfræðikennari? Eftir húslestur fóru allir í koju með brosið út að eyrum og sofnuðu menn sælir og glaðir það kveldið.
Laugardagurinn rann upp og var ræs um 09:00. Ekki var nú mjög freistandi að fara úr heitum pokanum en fyrir rest lét maður vaða. Eftir morgunbæn, morgunmessu og mullersæfingar var gengið frá dótinu og því kominn inn í heitan bílinn en olíufíringin hafði séð til þess að Lati var heitur og ekki þurfti að skafa. Hvað um það. Loks var svo lagt í´ann með stefnuna á Laugafell þar sem hugmyndir voru uppi um að taka eins og eina umferð í stuttsprellahlaupi. Veðrið var alveg með ágætum en færið hafði lítið skánað, eiginlega bara ekki neitt en allt gekk þetta þó.
Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, tók aðeins í Pattann frá Nýja-Dal og fékk hann sagnaritarann til að aka Troppernum á meðan. Allt gekk þetta fyrir sig og ekki var farið hratt yfir líkt og á flöskudagskveldinu. Eftir einhverntíma og eins og eina festu færði Halli sig aftur yfir í eigin bíl og Stebbalingurinn þá yfir í Lata. Eins og áður sagði þá gekk þetta frekar hægt en gekk þó og þurftu allir að þiggja spottann endrum og eins. Bara gaman að því.
Svo komum við að Bergvatnskvíslinni og var hún lokuð. Fyrstu þrír fóru yfir og ekkert mál. Svo komum við á Lata síðastir og þá brotnaði undan að aftan. Álkarlinn var dreginn fram og aðeins brotið til ásamt því að læsa öllum hurðunum með samlæsingunum þá losnaði sá Lati úr prísundunni. Munar greinilega öllu að læsa svona öllum hurðunum með samlæsingunum. Áfram var svo haldið og reynt að halda hæð því snjórinn var skárri þar og alltaf tókst okkur að finna leið. Flestir lækir voru lokaðir en á einum stað forum við yfir einhverja sprænuna á nokkið skemmtilegri snjóbrú. Þarna kom líka í ljós að FBSR4 þótti grúturinn betri en þeir reiknuðu með og voru því farnir að verða tæpir á olíu. Á ferð okkar í Laugafell sáu Harry og Heimir um að stytta okkur aldur. Mikil silld þar á ferðinni og minnti mann á jeppaferðir fyrri ára. En hvað um það. Rétt áður en við komum í Laugafell festum við Lata nokk vel og ekki dugði bara spottinn en eftir smá mokstur og nokkra kippi losnaði sá Lati og í Laugafell komust við.
Þegar við renndum í hlað í Laugafell var klukkann að detta í 16:00 og hádegissíðdegiskaffið löngu orðið tímabært. Eftir að fararstjórinn hafði komist að því að skálinn væri opin var sú ákvörðun tekin að þarna skyldi gista um nóttina og fara svo sömuleið til bara á sunnudeginum. Í ljósi þess hvað tímanum leið og minnugir ævintýra okkar í Hnjúkakvíslinni árið áður var þetta kannski ekki svo vitlaus ákvörðun. Eftir að hafa snætt túnfisksamloku var kominn tími á eina umferð í heimsbikarmóti V.Í.N. í Lellasprellahlaupi, þá fyrstu á þessu keppnistímabili. Stuttsprellahlaup var það og ljúfur var potturinn. Eftir pottinn var farið út í bill til heyra fyrstu tölur úr prófkjöri Flokksins. Þegar við komum svo til baka með grillið undur hendinni var Soffía frænka út á palli að sópa. Fljóttlega fóru menn að gera klárt fyrir grillmennsku þó engin væri Suðu-Sigfús á staðnum. Maturinn var ljúfur að vanda og fátt er betra eftir góðan mat að skella sér í laug.
Var slíkt gjört og nú var tekið langlellahlaup frá skála og niður að laug. Undirritaður hlaup reyndar tvær umferðir til að sækja öl. Laugin var mögnuð undir stjörnusalnum, þó ekki inn í Herjólfsdalnum, þar sem norðurljósin dönzuðu fyrir okkur með öllum sínum litum. Líka sáum við þó nokkur stjörnuhröp nema Halli, hann missti af þeim öllum. Eftir einhverja tveggja tíma veru í lauginni var komið sér upp úr og nánast beint ofan í poka. Síðustu menn skriðu upp á loft og ofan í poka rúmlega á miðnætti.
Fyrstu menn risu á lappir rúmlega 08:00 að morgni hvíldardagsins og fljótlega fylgdu allir aðrir í kjölfarið. Að vanda var morgnmessa, morgumatur og mullersæfingar í morgunsárið. Það voru svo nýliðarnir sem sáu um tiltekt, nokkuð gott það . Eftir að hafa komið öllu dótinu fyrir í Lata. Öll hjól reyndust vera laus og bara hægt að fara að keyra en fyrst var aðeins myndað. Svo var farið af stað og bara sömu leið og komið var.
Ekki byrjaði heimferðin vel, þegar bílar voru að fara yfir yfir Laugafellskvíslina var Pattinn stopp á undan okkur. Haffólfur steig á bremsuna og ekkert gerðist, klaki í dælunum svo bremsur voru lítið virkar, svo við runnum rólega aftan á FBSR4. Ekki urðu nú skemmdir miklar álkassinn aftan rispaðist og dæld kom í hlerann og kastarnir og grillið hjá Haffólfi skemmist/eyðilagðist. Báðir bílar þó vel keyrsluhæfir, allir um borð heilir og engin með hálsríg. Ætlunin var svo að kíkja aðeins á Hnjúkakvíslina en við hættum við það og heldum bara för vor áfram í áttina að Nýja-Dal.
Ferðin til bara gekk alveg ágætlega þó með nokkrum festum hér og þar. En færið hafði skánað með hækkandi hitastigi. Snjóbrúin helt aftur . Svo var komið að Bergvatnskvíslinni sem var opin að þessu sinni og fór Haffólfur fyrstur yfir. Ekki gekk að fara á fyrsta staðnum svo brotið var með álkarlinum og upp fór sá Lati en ekki fyrr en hurðirnar höfðu verið læstar með samlæsingunum. Svo var aftur reynt á örðum stað og það gekk. Haffólfur komst yfir en þegar á hinn bakkann var komið og sá Lati upp brotnaði undan afturdekkjunum og álkarlinn á bakkanum hinum megin svo best var í stöðunni var að senda Tvistinn yfir og gekk það. Halli fór á eftir Tvistinum og svo rak Pattinn lestina. Eftir þessi ævintýri var förinni farið áfram og fljótlega dró Floridagæinn upp Floridabita upp til að verðlauna menn fyrir vel uninn störf.
Rétt áður en við komum að Nýja-Dal var Lata orðið eitthvað heitt í hamsi og var stanzað til að kæla hann niður. Það var svo snædd í skálanum í Nýja-Dal og alltaf er skálinn jafn notalegur og vistlegur. Eftir mat fékk Pjattrolinn líka að drekka og var það síðasti brúsinn svo eins gott að við skyldum ná í Hrauneyjar. Það var svo barasta haldið af stað aftur. Svo á einum stað tókum við nokkuð góða dýfu og í kjölfarið varð Lati skrýtinn í stýrinu og okkur grunaði að hann stæði á flötu sem og reyndist vera. Ekki var rifið dekk heldur var beygluð felga. Náð var í stóra hamarinn og lamið á felginu. Tókst okkur að rétta felguna nóg svo hún heldi nóg lofti svo við gátum haldið áfram för vor.
Eitthvað var urðu svo Flubbar áttaviltir og óku þeir framhjá afleggjaranum sem við áttum að beygja út á. En það fattaðist fljótlega svo ekki var mikið mál að leiðrétta þá vitleysu. Enda mátti Pattinn ekki við að fara mikið einhverja útúrdúra. Þarna vorum við komnir með stefnuna á Kvíslaveituveg. Rétt áður en við komum á upphleyptan veg og forum yfir einhverja brú festi FBSR4 sig og Halli fór til að aðstoða hann. Við heldum bara áfram og komum að hélvítis gjáninni og yfir hana forum við. Það var svo endurheimt loft í blöðurnar og beðið. Við heyrðum svo í talstöðinni að þeir Maggi og Halli voru búnir að týna veginum svo við fórum til baka. Við sáum svo ljósin frá þeim en þeir virtust vera á einhverjum skrýtnum stað en þeir skiluðu sér loks á réttan stað svona eftir að Halli var orðin nétt pirraður í talstöðinni. Bara gaman að því.
Fljótlega eftir að við komum á Kvíslaveituveg gerði aðeins leiðinlegt veður og lítið skyggni svo ekki var farið hratt yfir. Tvisturinn lenti svo utan vegs en komst aftur upp á veg hjálparlaust. Áfram seigluðumst við í áttina að Hrauneyjum, veðrið skánaði svo eftir því sem neðar dró og það þýddi að styttra var í borgarann eftir því sem hraðinn varð meiri hjá okkur. Við renndum svo í hlað í Hrauneyjum rétt fyrir 20:00 og beint upp að eldsneytisdælunni þar sem Haffólfur tankaði á meðan Stebbalingurinn tróð lofti í belgmikla hjólbarðana. Teamwork í lagi. Eftir að Lati hafði fengið að drekka og endurheimt loft var komið inn og einn Næðingur pantaður. Á meðan beðið var eftir kveldmatninum var heilsað upp á Maddömuna og teknar fallprufarnir. Við fengum svo okkar borgara og gláptum á Lovísu á meðan við sporðrenndum hálendisborgum. Eftir kaffið var lagt í´ann og sá maður fram að vera kominn heim svona upp úr 23:00.
Þegar við vorum við Þjórsárdal fór að bera á nýjum titringi og við smiðuðum kenningar um hvað olli þessum titringi. Blý hafði dottið af þegar felgan bognaði eða það væri klaki í felgunni. Svo rétt við Fossness heyrðist smellur og Lati fór að hegða sér einkennilega. Við heldum að allt loft væri úr einu framhjólanna en svo var ekki. Í fyrstu var talið að framhjólalega hafði farið en fljótlega sáum við að allar felgurær höfðu brotnað á hægra framhjóli en dekkið fór ekki undan. Sem betur fer því framundan var einbreið brú og ekki mikið svigrúm til hliðina. Brattur kantur báðum megin og örðu megin klettur og svo hinum megin Þjórsá. En allt fór þó vel. Halli vildi bara skilja bílinn eftir þar sem hann var. En það var nú bara ekki inn í myndinni því ekki var hægt að færa bílinn og hann stóð á miðjum veginum við einbreiða brú. Haffi fór í verkfærakistuna og gróf þar upp felgubolta, Á meðan setti undirritaður sig í samband í félaga vor Atla E og var hann boðinn og búinn að hjálpa okkur. Við hófumst handa við að laga lyftum bílnum upp og byrjuðum að skrúfa. Settum okkur í samband við AtlaE til að athuga með hvort við kæmust í skrúfstykki. Það reynist auðsótt mál of eftir að við vorum búnir að rífa diskinn frá fórum við á Tvistinum í Árnes þar sem við ætluðum að hitta AtlaE. Því miður reyndist nýlenduvöruverzlunin var lokuð svo ekki var hægt að heilsa upp á heimasætuna hana Huldu. AtliE kom svo fljótlega og eltum við hann að aðstöðunni sem hann hefur. Við slógum svo brotin úr, svo fóru varaboltarnir í. Þetta gekk of vel eiginlega til að geta verið. AtliE aðstoði okkur þarna og kunnum við honum allra besu þakkir fyrir þennan stórgreiða. Topp maður þarna á ferðinni. Þegar við komum svo til baka var einum bíl fyrra og hafði Halli haldið heim á leið. Hvað um það. Það var svo hafist handa við koma þessu saman og gekk það eiginlega jafnvel og að rífa þetta í sundur. Það tók ekki nema rétt rúmlega klst að redda þessu.
Viðgerð þessi hélt í bæinn og það var það sem skipti máli. Skriðið var svo í borg óttans um miðnætti eftir fína jeppaför sem ekki var jeepaför upp í Laugafell. Nú er heimsbikarmót V.Í.N. í sprellalellahlaupi hafin og ein umferð í stuttsprellahaupi búin ásamt langlellahlaupi. Stebbalingurinn sigraði í langlellahaupinu fyrir það að taka tvöfald hlaup en í góðum tilgangi þ.e. að sækja sér meiri bjór.
Að lokum þá vill sagnaritarinn þakka samferðafólki sínu fyrir fína ferð
Kv
Jeppadeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!